Heim Ýmislegt Nei, vefsíða Netöryggissveitar Íslands var ekki hökkuð !

Nei, vefsíða Netöryggissveitar Íslands var ekki hökkuð !

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappari.com fylgjumst með tæknifréttum á öðrum miðlum og einstaka sinnum bendum við á rangfærslur eins og til dæmis hér, hér, hér og hér. Það kemur vitanlega fyrir að okkur sé bent á rangfærslur hjá okkur sem er bara gott mál, enda gera allir mistök. Aðalmálið er að tæknifréttir sem og aðrar fréttir séu unnar faglega og með þekkingu á efninu.

Lesandi Lappari.com sendi okkur hlekk inn á vefsíðu sem heitir Kassinn. Mér sýnist í fljótu bragði þetta vera nýleg vefsíða sem virðist að mestu fjalla um ljósmyndun og síðan Apple vörur eða leiðbeiningar fyrir Apple tæki. Þetta er glæsileg vefsíða og margt áhugavert að skoða þar.

Hlekkurinn vísar í frétt sem birt var 2. september og heitir: Vefsíða Netöryggissveitar Íslands hökkuð! (skjáskot hér)

Höfundur fréttar fellur fyrir brandara sem hefur verið á sveimi síðasta mánuðinn og hann er sá að vefur netöryggissveitar á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) hafi verið tekinn yfir af óprúttnum náungum og snúið 180 gráður en það er rangt.

Vefur Netöryggissveitar er cert.is en ekki certis.is sem er grínvefur.

Fyrir fréttaritara hefði verið einfalt og fljótlegt að sannreyna hver á lénið, það tekur líklega mun skemmri tíma en að semja fréttina, en það er önnur saga. Allt sem þarf að gera er að fara á ISNIC og slá inn viðkomandi lénum en hér má sjá skjáskot af niðurstöðunni sem ég fékk.

Allavega….
Líklega hefði mér dugað að senda viðkomandi miðli ábendingu en hingað til hefur það ekki virkað hjá öðrum miðlum. Rangar fréttir standa yfirleitt óbreyttar þrátt fyrir ábendingar. Ég gef mér samt að þetta sé bara fljótfærni eða þekkingarleysi og vona því að fréttin verði leiðrétt fljótlega.

Þetta dregur mig samt að málefni sem er mér huglægt og er líklega ástæðan fyrir því að ég nennti að skrifa þetta rugl hér að ofan. Við sem lesendur þurfum að geta treyst miðlunum sem við lesum og að þær upplýsingar sem við fáum þar, séu eins réttar og mögulegt er. Mér finnst því ekki óeðlilegt að gera kröfu um lágmarks tæknikunnáttu hjá miðli sem fjallar meðal annars um tæknimál, hvað finnst þér?

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira