Heim Ýmislegt Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

eftir Jón Ólafsson

Fréttamiðlar eins og t.d. Kjarninn og Vísir hafa í dag birt greinar um að notendur geti ekki horft á leiki íslenska landsliðsins á ruv.is þegar þeir eru staddir erlendis. Þetta er rétt að því leiti að dreifisamningar banna það en tækilega er þetta þó lítið mál en um þetta gilda sömu lögmál og með aðrar netþjónustur…..

það eru engin landamæri á internetinu.

Einfaldasta leiðin er að nota Playmo.tv sem við Íslendingar þekkjum svo sem ágætlega en við höfum notað þetta til að sjá Netflix, Amazon Prime o.s.frv. meðan þessar þjónustur voru ekki í borði á Íslandi.

Samkvæmt heimsíðu Playmo er þetta einfalt og í mjög stuttu máli þá er þetta ferli á þessa vegu.

  1. Farðu inn á Playmo.tv og sláðu inn netfangið þitt til að hefja prufutímabil, hægt að nota þjónustuna án endurgjalds í 7 daga.
  2. Síðan breytir þú DNS í tækinu sem þú ætlar að nota til að horfa með þessum leiðbeiningum en þær eru fyrir öll helstu stýrikerfi og tæki.

Þegar það er klárt þá ætti allt að vera komið, núna getur þú horft á RÚV í gegnum vefsíðuna þeirra eða með appi sem heitir RÚV spilari (Sarpurinn). Þess má geta að 365 sjónvarp appið virkar líka með því að nota Playmo.

Áfram Ísland !!

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Hinrik 07/09/2019 - 15:54

virkar þetta enþá?

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira