Heim ÝmislegtAndroid Er þetta Motorola One?

Er þetta Motorola One?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Motorola hefur hægt og bítandi verið að stimpla sig aftur inn á símamarkaðinn að undanförnu eftir nokkur mögur ár frá því fyrirtækið var upp á sitt besta fyrir um 20 til 30 árum síðan.

Nú hafa myndir af væntanlegum síma sem heitir Motorola One lekið út á Netið. Flestir telja líklegt að þessi sími muni falla inn í Android One-línuna frá Google en það eru símar sem keyra Android-stýrikerfið án nokkurra viðbóta. Sagan segir að þessi sími muni verða hluti af sterku útspili Motorola á Bandaríkjamarkaði en lengi vel var Motorola stærsti símaframleiðandinn á þeim markaði.

Af myndunum að dæma þá sést augljóslega að Motorola One sækir andagift sína til iPhone X frá Apple. Að auki er tvískipt myndavél að aftan sem gæti undirstrikað að hér sé einhverskonar flaggskip á ferðinni.

Lítið er vitað um eiginleika þessa tækis né hvenær það kemur í sölu en af myndunum að dæma þá eru líkur á að það sé ekki langt í það.

Heimild: GSM Arena.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira