Pixel 2 XL

eftir Helgi Freyr Hafþórsson

Framboð á snjallsímum hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og hafa kröfur notenda á þessum búnaði hækkað á sama tíma. Það hafa flestir skoðun á því hvaða snjalltæki er best að hafa í vasanum og byggjast þessar skoðanir á mörgum þáttum. Eins og myndavélinni, rafhlöðunni, stýrikerfinu og mörgu öðru sem notandinn vill fá út úr sínu tæki.

Pixel 2 er, eins og nafnið kemur pínu til kynna, seinni kynslóð Pixel frá stórfyrirtækinu Google. Þetta tæki er að öllum líkindum sá snjallsími sem uppfyllir mikið af þeim kröfum sem notendur gera til samskonar búnaðar.

Hönnun og vélbúnaður

Hönnunin á tækinu er gífurlega falleg, sérstaklega hvíti XL, eða Panda Pixel eins og höfundur kýs að kalla sitt símtæki. Það er virkilega þægilegt að nota símann, sem kann að vera pínu kjánalegt að segja. Stærðin á símanum er 157.9 x 76.7 x 7.9 mm og stærðin á skjánum sjálfum er 6.0“, en þrátt fyrir þessa stærð þá passar hann vel í minnstu lófa. Hann er ekki þungur, aðeins 175 gr., sem er ekki þungt miðað við að þetta er stærri útgáfan af Pixel 2.

Upplausnin á símanum er nokkuð góð, eða 1440 x 2880 pixels, 18:9 ratio (~538 ppi density). Glerið á skjánum er Corning Gorilla Glass 5 og síminn er vatnsheldur, sem virðist vera orðinn partur af öllum nýjum snjallsímum á markaðnum.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá liggur innra í símanum Qualcomm MSM8998 Snapdragon 835 (Chipset), Octa-core (4×2.35 GHz Kryo & 4×1.9 GHz Kryo) (CPU) og Adreno 540 (GPU).

Hægt er að fá gripinn í 64gb og 128gb útgáfu, en því miður er ekki hægt að stækka plássið í símanum eftir á. Það er að segja, það er ekki rauf fyrir micro SD kort. Á sama tíma þá hefur framleiðandinn ákveðið að fjarlæga 3.5mm jack, en það fylgir breytistykki með tækin til að breyta USB C yfir í 3.5 mm jack.

Fingrafaraskanninn á símanum er, að mati höfundar, á eina rétta staðnum sem þessi skanni á vera á símtækjum, það er að segja á bakhlið símann, á þeim stað sem flest okkar, ef ekki öll, hvílum vísifingurinn þegar við erum að tala í símann.

Hátalarinn í tækinu er þokkalegur, mögulega mætti vera örlítið meiri bassi í honum en annars er lítið hægt að setja út á hann. Fyrir þá sem hafa áhuga, í prufum þá nær hátalarinn 66dB í rödd, 70dB í hávaða og hringingin nær 78dB.

Rafhlaða og myndavél

Rafhlaðan í símanum er líka nokkuð stór, eða Li-lon 3520 mAh rafhlaða. Síminn er að endast svona 2-3 daga á sömu hleðslunni, sem fer auðvitað algjörlega eftir notkun en það er almennt talað um að svona rafhlaða endist almennt í 88 klukkustundir.

Loks komum við að myndavélinni, sem hefur þann titil að bera þessa dagana að vera sú allra besta sem snjallsími getur boðið upp á.

Hugbúnaður

Síminn keyrir á stýrikerfinu Android 8.0(Oreo), en kosturinn við að vera með svona Android síma er að þarna fær notandi hina „fullkomnu“ Android upplifun. Það er að segja að það eru engin uppfyllingarforrit (e. bloatware) og því fær notandi að njóta þess besta sem Android stýrikerfi hefur upp á að bjóða.

Myndavél

Hérna eru smá upplýsingar fyrir myndavéla nördin, en fram myndavélin er 12.2 MP (f/1.8, 27mm, 1/2.6″, 1.4 µm, Dual Pixel PDAF), OIS, phase detection & laser autofocus, dual-LED flash. Bak myndvélin er 8 MP (f/2.4, 25mm, 1/3.2″, 1.4 µm), 1080p. Upplausnin á myndbandsupptökum er síðan 2160p@30fps, 1080p@30/60/120fps, 720p@240fps.

Loks þarf að minnast á einn af þeim hlutum sem var rosalega erfitt að kaupa í upphafi en breyttist svo í mest notaða verkfærið á símanum. En er eiginleikinn að kreista símann og kveikja þannig á Google Assistant. Þvílík gersemi sem þessi eiginleiki er og það er fáránlegt hvað hann er notaður mikið. Besta er að geta stillt hvernig kreist á að virkja þennan eiginleika, en síminn býður notandanum upp á stilla það eftir hentisemi.

Niðurstaða

En þá kemur að stóru spurningunni, af hverju ættir þú að íhuga að fjárfesta í Pixel 2 XL?

Sem fyrrverandi Iphone notandi þá var það hrikalega erfið ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan að færa sig yfir í Motorola Nexus 6, en sá sími var Google síminn áður en fyrirtækið fór að framleiða sín eigin tæki. En eftir að hafa lært á Android umhverfið þá var það augljóst að það yrði aldrei aftur snúið.

En þrátt fyrir að Android umhverfið hafi heillað, þá var það aldrei sjálfgefið að næsta tæki yrði Pixel 2 XL. Satt best að segja þá er erfitt að finna galla í snjallsímum í dag. Því flest öll tæki eru orðin svo gífurlega öflug og koma til móts við ótal þarfir á ólíkum notendum. En eftir að hafa kynnt sér snjallsímann, lesið umfjallanir um tækið, þá var það augljóst að Pixel 2 XL uppfyllir allar þær kröfur sem þessi tiltekni notandi leitast eftir í snjallsímum.

Því er um að gera, þegar val á næsta snjallsíma lítur dagsins ljós, að gefa Pixel 2 XL auga og skoða hvort þarna sé ekki á ferðinni næsti snjallsíminn fyrir þig.

Í lokin þarf svo að minnast á eitt atriði. Þegar höfundur var að leitast eftir að fjárfesta í Pixel 2 XL þá var það mjög erfitt að verða sér út um gripinn. Sérsaklega þegar snjallsíminn var í notkun áður fyrr var algjörlega að gefa upp öndina. Því þarf að kasta þökkum til Emobi, fyrir góða og snögga þjónustu á snjallsímanum.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira