Heim Föstudagsviðtalið Óli G. Þorsteinsson

Óli G. Þorsteinsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 190 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Föstudagslagið mitt er Hirosima með Utangarðsmönnum sem er fyrsta hljómsveitin sem ég sé á tónleikum í félagsmiðstöðinni Dynheimum á Akureyri líklega 1980
Þar keypti ég m.a. ljósmynd af Bubba. Hún var dýr og engan veginn í fókus.

 

 

Hver er þessi Óli og hvaðan er kallinn?

Ætli ég verði ekki að horfast í augu við að vera hvítur miðaldra karlmaður. Ég heiti Óli G. Þorsteinsson, fæddur í Reykjavík uppalinn á Akureyri. Hef alltaf litið á mig sem Akureyring, nema hvað ég er sennilega meiri Reykjvíkingur í dag, þar sem ég búinn að búa tæplega hálfa ævina í höfuðborginni.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Framan af var ég svolítið eins og Andrés Önd, prufaði ýmis störf. Var mikið vinnumaður í sveitum, mest í Eyjafirði. Vann á sumastofu, málningarverksmiðju, sápuverksmiðju. Síðar farandverkamaður, var í fiskvinnlum víða um land og náði aðeins í skottið á verbúðarlífinu, beitti, vann í sláturhúsi og fór á grásleppu.

Eftir að ég flyt í borgina ók ég sendibíl í þó nokkur ár (um tíma á eigin bíl), var á dekkjverkstæði, tók nokkra túra á netabát, aftur í sendibíla akstur og byrjaði svo hjá Íslandssíma GSM árið 2001 og er þar enn nema það heitir núna Vodafone.

 

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

07:15 hringir klukkan og mér finnst gott að halla mér í 10-15 mín. en það verður stundum óþarflega langar mínútur. Hjóla í vinnuna og reyni að vera kominn tímanlega, helst um 08:30 og borða morgunmat þar. Eftir vinnu tekur við matseld sem ég sé um og svo við horfum oftast á einhvern þátt á Netflix ef tími leyfir.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Húsnæðisleit er líklega fyrirferðamest núna.

 

Eitthvað skemmtilegt planað í sumar?

Ekkert full planað, en við eigum bókað flug til Frakklands í Júní sem við þurfum líklega að færa eitthvað til. Hef aðeins ferðast í gegnum Frakkland með lest áður.

 

Hvert er draumastarfið?

Ég er ótrúlega sáttur þar sem ég er í dag, enda búinn að vera nokkuð lengi þar. Annars væri það líklega eitthvað þar sem ég væri eiginn herra.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Lífið sjálft er merkilegt. Þú veist aldrei hvað bíður þín.

 

Hver er uppáhalds vinur þinn?

Geri ekki upp á milli.

 

Lífsmottó?

Ætlaði að setja einhverja klisju hér eins og “fátt er svo með öllu illt að ei sé von á verra” en ákvað að sleppa því. Ég reyni almennt að vera kurteis við alla, já líka afgreiðslufólk. Lærði semma á lífsleiðinni að dæma fólk ekki fyrirfram af kjaftasögum, heldur gefa því séns og dæma af eigin reynslu. Reyni enn að fara eftir því, en það getur verið erfitt stundum.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég hef gefið blóð 70 sinnum sl. 15 ár. Þar af 43 sinnum sl. 5 ár. og oftast 11 sinnum sama árið.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Líklega koma mér vel fyrir, ferðast og láta eitthvað gott af mér leiða.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  • LOST
  • Baraflokkurinn
  • Skriðjöklar
  • Stuðkompaníið
  • 200.000 naglbítar

 

Býr tæknipúki í þér?

Það er alltaf smá tæknipúki í manni. Hef gaman af að skoða og fikta.

 

Apple eða Windows?

Apple.

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

MacBook Pro í flest allt í dag, heima og í vinnu. Er einnig með gamlan Dell haug með Linux í ýmist fikt. Og ekki má gleyma Raspberry Pi

 

Hvernig síma ertu með í dag?

LG G6

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Er rétt kominn með þennan í hendurnar svo reynslan er lítil. Er samt mjög sáttur.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Samfélagsmiðlar , Strava, myndavél, heimabanki og að sjálfsögðu vekjari.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 sem er áreiðanlegasti sími sem ég hef átt. Góð ending á rafhlöðu og nánast óbrjótanlegur.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Fyrst og fremst margfalt betri rafhlöðuending.

 

Hvað sérðu fyrir þér sem næstu stóru tækniframförina?

Ég er lítill spámaður í þeim efnum, en ég myndi vilja sjá meira hugað að öryggi í tengslum við IoT sem er mjög brothætt í dag.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Hef engann sérstakann rúnt í þeim efnum, kíki á hitt og þetta sem er ótrúlega oft eitthvað Linux tengt.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Reynum bara að vera friðs almennt. Líka ég.
Takk fyrir mig.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira