Heim ÝmislegtApps Biblían á íslensku í snjalltækinu þínu

Biblían á íslensku í snjalltækinu þínu

eftir Magnús Viðar Skúlason

Hið íslenska biblíufélag, elsta starfandi félag landsins, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að nú sé hægt að nálgast íslenska útgáfu af Biblíunni fyrir snjalltæki.

Um er að ræða smáforrit sem nefnist Youversion en í gegnum þetta smáforrit er hægt að nálgast Biblíuna á yfir 200 tungumálum og hefur því verið hlaðið niður yfir 300 milljón sinnum, víðs vegar um heim.

Útgáfan sem er núna aðgengileg í Youversion byggir á síðustu þýðingu Biblíunnar sem kom út árið 2007. Smáforritinu er hægt að hlaða niður án endurgjalds.

Hægt er með einföldum hætti að deila Biblíuversum, fletta upp köflum og öðru efni úr Biblíunni og jafnvel hægt að fá sent daglega minnisvers í snjalltækið sitt.

Fréttatilkynningu HÍB má nálgast með því að smella hér og hægt er að hlaða smáforritinu niður með því að smella hér.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira