Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 181 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.
Uppáhalds jólalagið mitt.
Hver er þessi Valtyr og hvaðan er maðurinn?
Fæddur og uppalinn á malbikinu í Reykjavík. Sleit barnsskónum í Laugarnesinu en var svo fluttur gegn mínum vilja í Breiðholtið um 9 ára og þar dvaldi ég þangað til ég flutti að heiman. Ég er ansi einfaldur, algjört nörd, mikill íþróttaáhugamaður og rosalega heimakær.
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Í dag er ég kerfisstjóri hjá Wuxi Nextcode. Seinustu 5 ár bjó ég á Sauðárkróki og vann þar á helpdeski hjá Fjölneti sem var mitt fyrsta alvöru IT starf eftir námið sem ég fór í hjá NTV.
Þar áður hafði ég verið í óteljandi þjónustustörfum.
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
Vakna kl 5 til að fara í ræktina. Mættur í vinnuna svona 8-8:30. Heimferð svona 16:30. Kvöldmatur, heimalærdómur krakkanna og svo er ég yfirleitt sofnaður fyrir kl 10(Frekar basic miðaldra)
Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?
Working on my abs!
Hvert er draumastarfið?
Ég er að vinna við það núna sem kerfisstjóri en þegar ég var 12 ára ætlaði ég að verða áhættuleikari……
Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?
Að eignast 5 börn og að læra að lifa með liðagigt
Lífsmottó?
Traumas in life either break you or make you the man you are
Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?
Ég er með Batman tattú
Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?
Kaupa hús, ársmiða á Anfield, fara með fjölskylduna til Flórída og síðan lifa óhóflega góðu lífi þangað til peningurinn er búinn.
Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?
- Mind in Motion
- Beggi í Sóldögg var með mér í skóla
- Matti í Pöpunum var líka með mér í skóla
- Prins Póló aka Svavar var með mér í bekk
- Hafdís Bjarnadóttir var með mér í bekk
Allt breiðhyltingar!!!!
Býr tæknipúki í þér?
Já ég myndi segja það
Apple eða Windows?
Í grunninn er ég Windows maður en á þessu ári hefur Apple átt hug minn og hjarta
Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?
Windows heima/ Apple í vinnunni
Hvernig síma ertu með í dag?
iPhone X
Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?
FaceID er geðveikt kúl og frekar töff að vera ekki með home takkann. Eini gallinn so far er að sum öppin eru ekki að fullnýta skjáinn.
Í hvað notar þú símann mest?
Netflix, Facebook, Snapchat og 2factor authentication
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Nokia 2010 Hann var á stærð við videospólu
Hvernig er draumasími framtíðarinnar?
iPhone X með stærri skjá.
Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?
Lappari.com (að sjálfsögðu) jamf-nation 9to5mac
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Ég er svo glaður að hafa fengið að taka þátt!