Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Netflix spurningar

Netflix spurningar

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Það berast okkur endrum og sinnum spurningar varðandi Netflix á Íslandi. Helstu spurningarnar sem okkur berast er hvernig er best að horfa á Netflix og afhverju get ég ekki horft einhverja sérstaka þáttaröð. Okkur þótti því best bara að tækla þetta helsta í pistli svo við ættum þessi svör í hendi. Ef fleiri spurningar koma þá verður þeim bætt við eftir því sem þarf.

 

Hvernig kaupi ég aðgang að Netflix?

Hægt er að kaupa Netflix áskrift á vefnum þeirra hérna og bjóða þeir uppá þrennskonar áskriftir. Helsti munurinn á þessum áskriftum er hvort að hægt sé að horfa á HD og/eða Ultra HD ásamt fjölda tækja sem hægt er að horfa á í einu. Þegar búið er að velja áskriftarleiðina þá er bara að búa sér til aðgang og svo velja hvernig maður vill borga. Fyrsti mánuðurinn er frír og svo byrjar maður að borga eftir það en þessar þrjár áskriftarleiðir kosta €7.99, €9.99 og €11.99

 

Hvar er best að horfa á Netflix?

Þetta er dálítið flókin spurning og jaðrar við spurninguna “Hvaða þáttaröð á ég að horfa á?” En það eru nokkrir möguleikar í boði og hér að neðan förum við lauslega yfir þá.

 

Vafri

Netflix er byggt upp sem vefþjónusta og er því að sjálfsögðu hægt að horfa í gegnum vafra, á www.netflix.com. Með góðri skjástærð er hægt að fá býsna góða yfirsýn og að sjálfsögðu myndina í góðri stærð.  Ef notast er við fartölvu er auðvelt að grípa því þættina sína með sér á ferðalagi og í raun eina sem þarf er nettenging.

Spjaldtölvur

Hægt er að fá Netflix smáforritið í flestar spjaldtölvur, en það er einna erfiðast á eldri gerðir af Android spjaldtölvum. Netflix lítur nokkuð vel út á flestum þeim spjaldtölvum sem við höfum prófað. Með snertiskjánum á spjaldtölvunum er auðvelt að vafra um framboðið af þáttum og finna eitthvað við sitt hæfi. Einfaldast er bara að leita eftir Netflix á viðkomandi smáforrita markaði þeirrar spjaldtölvu sem þú ert að nota.

Netflix fyrir Android, iOS og Windows

Sjónvarpsbox

Hægt er að fá svokölluð sjónvarpsbox í ýmsum gerðum. Sjónvarpsboxið frá Apple er kallað Apple TV og er til í nokkrum gerðum, aðallega eftir aldri. Eldri útgáfurnar, 1 til 3, voru með Netflix smáforriti sem var mjög hrátt. Smáforritið virkaði á þessum eldri útgáfum en það var svo betrumbætt á útgáfu 4 og þar lítur það út eins og flestum öðrum sjónvarpsboxum.
Android sjónvarpsbox eru í raun bara eins og Android spjaldtölva sem er ekki með snertiskjá heldur fjarstýringu. Netflix smáforritið hlýtur því sömu lögmálum þar og í Android spjaldtölvum og er nokkuð einfalt í notkun.

 

Snjallsímar

Líkt og með spjaldtölvurnar þá bjóða flestir betri snjallsímar uppá möguleikan að sækja Netflix smáforritið.  Snjallsímarnir eru fín lausn þegar ekki er auðvelt að vera bardúsa með stærri tæki. Minni skjástærð símanna er þeirra helsti galli en á þessum betri snjallsímum er skjárinn það öflugur að myndin ætti að vera mjög skýr.

Netflix fyrir Android, iOS og Windows

 

Afhverju get ég ekki horft X þáttaseríu?

Að því er við fáum best séð þá er sérstakur samningur um sýningarétt efnis Netflix í hverju landi fyrir sig. Í einhverjum tilfellum eru sjónvarpsstöðvar að sýna sama efni og Netflix og er því með sýningarréttinn. Þegar sjónvarpsstöð eða sýningaraðili er með sýningarrétt þá er Netflix ekki með seríuna til sýnis í því landi eða ekkert nema elstu þættina.

 

Get ég ekki bara keypt einhverja þjónustu sem fer framhjá þessu?

Það var hægt á tímabili að breyta DNS eða kaupa VPN þjónustur sem plötuðu Netflix þannig að maður gat valið frá hvaða landi Netflix hélt að maður kæmi frá. En þessi lausn var eitthvað sem Netflix var ekki sátt við því það var að skemma fyrir þeim í samningaviðræðum í sumum löndum og tóku þeir sig til og forrituðu vörn gegn þessu í kerfið hjá sér.

 

Er bara gamalt efni á Netflix?

Nei það er ekki alveg rétt. Í einhverjum tilfellum hefur Netflix samið um sýningarrétt á efni og þeir fá að sýna alveg nýtt eða mjög nýlegt. Þá framleiðir Netflix einnig sitt eigið efni og það er að aukast með hverju árinu, t.d. eru þeir með mikið af Marvel efni sem þeir framleiða sjálfir.

 

Hvað þarf ég stóran gagnapakka til að horfa á Netflix?

Þetta er góð spurning og fer þetta í raun eftir því í hvaða gæðum þú ert að horfa á efnið og hversu mikið efni þú horfir á. Má með einföldun segja að ef þú ert með hraða tengingu, þá sendir Netflix mikil gæði og þá þarftu stóran gagnapakka.

Besta leiðin í þessu er að fikra sig afturábak í þessu, þ.e. að kaupa stærstu tenginguna fyrsta mánuðinn og skoða svo traffíkina á þínu svæði hjá netveitunni og þá minnka niður í annan pakka hjá netveitunni ef þú getur.

Það er reyndar hægt að fara inn í stillingar á notendanum þínum og velja á milli eftirfarandi stillinga

  • Auto – Netflix mælir hraðan á netinu hjá þér og sendir þér bestu gæði sem tengingin ræður við.
  • Low – Þetta eru lágmarksgæði og er hver klst um 300MB
  • Medium – Miðlungsgæði en hér er hver klst um 700MB
  • High – Hér eru bestu gæði ávallt valin en það um 3GB á klst fyrir HD efni og 7GB á klst fyrir Ultra HD

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Björn Stefán Eysteinsson 01/08/2021 - 22:31

Ég er búinn að vera í áskrift í 1-2 ár, en ekkert notað í 3-4 mánuði þar til í dag. Þá gerist það að ég finn ekki Netflix í sjónvarpinu mínu. Vanalega ýtti ég á SEN og fann Netflix. Hvað er til ráða ?

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira