Heim Föstudagsviðtalið Guðmundur Egill Gunnarsson

Guðmundur Egill Gunnarsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 182 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

 

Hver er þessi Guðmundur og hvaðan er maðurinn?

28 ára Akureyringur. Hef búið þar alla mína tíð fyrir utan þrjú háskólaár í Reykjavík þar sem ég sótti mér B.Sc gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Er Þórsari og Þorpari í húð og hár þrátt fyrir að af einhverri furðulegri ástæðu búi ég núna á Brekkunni með útsýni yfir KA-völlinn….

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem verkefnastjóri hjá SBA-Norðurleið. Í starfinu felst aðallega bókanir og skipulagning hópferða sem hefjast á Keflavíkurflugvelli, móttaka skemmtiferðaskipa á Akureyri, flotastjórnun og pantanir og innflutningur á varahlutum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna rétt fyrir 8 og drattast í vinnuna, opna einn Tropical Nocco, sest við tölvuna og byrja á að afgreiða tölvupóstinn sem hefur safnast upp. Á sumrin eru allir dagar mjög óútreiknanlegir og það kemur manni ekkert á óvart að vinnudagurinn endi seint að kvöldi í Reykjavík. Veturinn er meiri rútína og reyni ég yfirleitt að fara heim kl 17 og kíki þá yfirleitt í CrossFit Akureyri þar sem ég hangi eiutthvað fram á kvöldið. Sofna svo seint og síðar meir.

 

Hér má sjá Spotify playlistann hans Guðmundar

 

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Mikið að pæla í hvernig ég get bætt sirka 20-30 kg við maxið mitt í hnébeygju á stuttum tíma…

 

Hvert er draumastarfið?

Úfff ég hef eiginlega aldrei náð að negla það niður. Ef ég hefði útskrifast úr framhaldsskóla fyrir svona 2-3 árum hefði ég líklega skellt mér í atvinnuflugmanninn. Það var lítið að frétta á þeim vígstöðvum árið 2009.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Ég veit það eiginlega ekki. Er lífið ekki bara röð tilviljana?

 

Lífsmottó?

Þetta reddast…. Hefur virkað sæmilega hingað til.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er mikill sucker fyrir country tónlist.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Mér finnst þú ekki hugsa nógu stórt. Ættir að spyrja hvað ég myndi gera við 5 milljarða! Fyrir þessar skitnu 500 milljónir myndi ég uppfæra húsnæðið eitthvað, kaupa Ford F150 Raptor pallbíl og sjúklega næs utanlandsferð fyrir mömmu og pabba.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  • Erna Gunnarsdóttir
  • Pálmi Gunnarsson
  • Atli Örvars er að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti í Hollywood. Alvöru spaði.
  • Er Villi Naglbítur ekki vinsæll?
  • Svo má ekki gleyma hinum eina sanna Ingó Hansen. Geggjaður!

 

Býr tæknipúki í þér?

Já ekki hægt að neita því. Hann er t.d valdur að því að bankabókin er ekki þykkari en hún er.

 

Apple eða Windows?

Apple alla daga. Hef samt ekkert alltof mikið á móti Windows.

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Er með týpíska PC vinnustöð í vinnunni með 2x 27“ skjáum sem keyrir á W10. Heima er ég með MacBook Pro 15“ árgerð 2009 (já þetta er ekki innsláttarvilla). Þvílík ending í þessum grip með nokkrum uppfærslum s.s SSD disk og auka RAM. Er samt alltaf á leiðinni að uppfæra en get aldrei ákveðið hvaða týpu ég á að kaupa. (þetta er hint til ykkar sem eruð að selja tölvur!)

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 8 Plus

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostirnir eru miklu fleiri en gallarnir. Geggjuð rafhlaða sem endist mér auðveldlega í 2 heila daga. Bjartur og flottur skjár sem fer mjög vel með frábærri myndavél. Þetta eru þeir hlutir sem eru mikilvægastir fyrir mig þegar kemur að síma. Eini gallinn er að þegar hann er kominn í hulstur er hann á mörkunum að fara vel í gallabuxnavasa.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Ég ætla ekki að ljúga, samfélagsmiðlar eru fyrirferðarmiklir. Allavega eru það alls ekki símtöl.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Gamli Nokia 3310. Hann var með Simpsons fram- og bakhlið.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Mér finnst fátt merkilegt hafa komið fram í símum síðustu árin. Over the Air hleðsla væri samt ágætis viðbót.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Rúlla reglulega í gegnum Engadget og Gizmodo…. Sh**t og auðvitað lappari.com

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Já, tuð og röfl borgar sig. Það er ástæðan fyrir því að ég er í þessu viðtali.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira