Heim Föstudagsviðtalið Guðni Halldórsson

Guðni Halldórsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 177 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

 

Hver er þessi Guðni og hvaðan er maðurinn?

43 ára Kópavogsbúi sem kann ekki að elda eða skúra almennilega, samt allveg ágætur gaur sem skröltir stundum á fjöll og get verið í 20 mínútur í kalda pottinum í laugardalslaug

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Starfa sem sjónvarpsþátta klippari hjá Sagafilm. Síðustu árin hef ég verið að það heppin að fá að klippa margar af stærstu sjónvarpserium hér á Íslandi, Idol – X factor -Voice – Biggest Loser, Fangavaktina, Stelpunar, Ástríði, Pressu,
Rétt / Case, Heimsendi, Hlemmavideo

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vekjaraklukkan er stilltur á 7.00 því ég ætla alltaf í ræktina á morgnana en snooza mig oftast of seinann í vinnuna. Svo sest ég við tölvuna, loka að mér ( klipparastarfið er ekki mjög félagslynt starf) og reyni að búa til snilld. Eftir vinnu er það ræktin ( sem ég fór ekki í um morguninn ) og svo heim og þegar ég er ekki með Eldum Rétt #ad, þá bý ég til einhvern mat sem bragðast oftast eins og soðinn ullarsokkur og ef ég er heppinn þá þarf ég ekki að reykræsta eftir eldamennskuna – Svo er það bara Netflix og Chilll og twittervaktin

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Byrjaði í Apríl að klippa sjónvarpseriuna Stella Blomkvist í leikstjórn Óskars Þór Axelsonar. Stærsta verkefni Sagafilm hingað til, gífurlega flókið en spennandi verkefni sem kemur í sjónvarpið ykkar í Nóvember og svo vonandi út um allan heim

 

Hvert er draumastarfið?

Er í draumastarfinu, ef eitthvað þá væri ég allveg til í að vinna í landi þar sem er sól allan ársins hring og get alltaf verið í stuttbuxum og ermalausum bol. Síðbuxur trufla sköpunargáfu

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Að hafa gengið allveg upp að eldgosinu við fimmvörðuháls – að vera svona nálægt eldgosi er allveg ólýsanlegt . Já og að hafa skoðað píramídana og sphinx-inn í Gísa og gengið í göngum inn í stærsta píramíddanum

 

Lífsmottó?

Það þýðir ekkert að stressa sig á hlutum sem þú hefur ekki stjórn á bara vera slakur.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Stunda fjallgöngur og fjallahjólreiðar, en get verið mjög áttavilltur. Það er allveg vandræðalegt hvað ég er áttavilltur og er oft allveg korter í það að þurfa að hringja á björgunarsveitinar til að ná í mig.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

þetta týbiska – klára lán – ferðalög og fá Muse til að halda einkatónleika fyrir mig..og kaupa Teslu fyrir afganginn og jeppa til að komast á hálendið

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  • Erpur
  • Emilíana Torrini
  • Sigurjón Kjartans
  • DR Gunni ?
  • Fræbblanir held ég

 

Býr tæknipúki í þér?

já en ég er tölvuböðull , næ yfirleitt að lenda í öllum vandræðum sem hægt er að lenda í, við vinnu mína ( Guð™ Blessi IT gæjana)

 

Apple eða Windows?

Apple ..kann ekki einu sinni að stafa winfodds

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

heima 13″ Mac Air – allveg æðisleg
vinna Imac 27″ tengda við 300 terrabæta miðlægt drif

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iphone 6s

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Myndavélin er fín – en selfí myndavélin ekki eins fín

 

Í hvað notar þú símann mest?

Facebook, Twitter og vandræðalega mikið Candy Crush Soda pop ( er á level 761) – svo hringi ég stundum úr honum

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Minnir að það hafi verið einhver útgáfa á Nokia eða Sony/Ericson allavega var hann á stærð við strigaskó

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Einhver sem glerið brotnar ekki þegar ég missi hann og batteríið endist í meira en einn dag

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

flestum síðum sem fjalla um Adobe Premier ( klippiforrit) og síðum sem fjalla um kvikmyndatækni

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ef Kate Winslet er á landinu þá má hún hafa samband

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira