Ég hef fylgst nokkuð spenntur með þróun þeirri sem hefur orðið undanfarin misseri á öryggiskerfum fyrir heimili og fyrirtæki. Þetta hefur eins og tískan er í dag verið kallað snjallöryggi eins og við er að búast miðað við snjallvæðinguna.
Ég hef verið með öryggiskerfi heima og í vinnu frá bæði Securitas og Öryggismiðstöðinni og ég hef ekkert út á þessi kerfi að setja. Öruggar og vandaðar lausnir sem virðast sinna sínu hlutverki ágætlega en núna þegar ég hef verið að skoða lausn fyrir nýtt heimili þá hefur verðið á þessum lausnum aðeins verið að standa í mér og hefur stoppað mig af.
Öryggismiðstöðin kynnti fyrir skemstu lausn sem þeir kalla Snjallöryggi og vitanlega kom hún nerdinum af stað, ég vildi skoða þetta kerfi betur. Þetta er í stuttu máli IoT kerfi sem samanstendur af miðju, nemum, myndavélum og appi í snjallsíma en með því færðu tilkynningar, getur stillt vissa hluti af kerfinu og horft á upptökur frá myndavélum í rauntíma.
Samkvæmt heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar þá er boðið uppá þrjá pakka
Öryggi 3 | fjöldi | Öryggi 5 | fjöldi | Öryggi 7 | fjöldi | ||
Verð á mánuði | 5.900 | Verð á mánuði | 6.900 | Verð á mánuði | 7.900 | ||
stjórstöð | 1 | stjórstöð | 1 | stjórstöð | 1 | ||
skynjarar | 3 | skynjarar | 5 | skynjarar | 7 | ||
Aðgangsflögur | 4 | Aðgangsflögur | 4 | Aðgangsflögur | 4 |
Hægt er að velja um þessa skynjara
- Hreyfiskynjari m. myndavél (Hámark: 1)
- Hefðbundinn hreyfiskynjari
- Reykskynjari
- Hurðarofi
- Vatnsskynjari
Innifalið er:
- Tengt stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem vaktar boð, allan sólarhringinn, alla daga ársins
- Útkallsþjónusta öryggisvarða á þeim svæðum sem þjónusta er í boði
- Heimili er merkt með miðum í glugga
- Samningur til 24 mánaða
Verðið á Snjallörygginu með 19.900 króna uppsetningargjaldi er því eftirfarandi ef reiknað er til 24 mánaða eða út samningstímann.
- Öryggi 3 kostar samtals: 161.500 krónur (19.900 + (24 x 5.900))
- Öryggi 5 kostar samtals: 185.500 krónur (19.900 + (24 x 6.900))
- Öryggi 7 kostar samtals: 209.500 krónur (19.900 + (24 x 7.900))
Það má ekki gleyma því að innifalin er tenging við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar eins og fyrr segir en mér þykir þetta samt dýr lausn og því fór ég aðeins á stúfana og vildi skoða mér kerfi til kaups sem gæfi mér svipaða virkni og öryggi.
Eftir smá yfirlegu þá gerðist það sama og gerðist með reykskynjarana um daginn, ég endaði á heimasíðu Nest en þar sá ég Nest Security sem er ný snjallöryggislausn sem kom í sölu fyrir 1-2 vikum. Ég hef frábæra reynslu af Nest og appið þeirra er mjög einfalt í notkun og virkar frábærlega.
Kynningarmyndband frá Nest.
Ef tekin er frá sú staðreynd að Nest kerfið er á ensku og að það er ekki með auka samskiptaleið yfir GSM eins og öryggismiðstöðvarkerfið er með, þá eru þessar lausnir keimlíkar. Nest selur reyndar GSM module í kerfið sitt en eins og er þá er ekki hægt að nota hana utan Bandaríkjanna.
Kerfið kostar í Bandaríkjunum $499 og með fylgir stjórnstöð með sírenu, tveir skynjarar og tvær aðgangsflögur. Ég prófaði að setja það sem vantaði í innkaupakörfu á Nest.com, samsett kerfi sem ég mun kalla Nest 3, Nest 5 og Nest 7 og þau væri þá sambærileg við Snjallöryggið frá Öryggismiðstöðunni.
Nest 3 | Nest 5 | Nest 7 | |||||
Verð á mán * | 3.464 | Verð á mán * | 4.149 | Verð á mán * | 4.404 | ||
stjórstöð | 1 | stjórstöð | 1 | stjórstöð | 1 | ||
skynjarar | 2 | skynjarar | 2 | skynjarar | 2 | ||
Aðgangsflögur | 2 | Aðgangsflögur | 2 | Aðgangsflögur | 2 | ||
Viðbót | Viðbót | Viðbót | |||||
skynjari | 1 | skynjari ** | 2 | skynjari ** | 4 | ||
Myndavél *** | 1 | Myndavél *** | 1 | ||||
Aðgangsflögur | 2 | Aðgangsflögur | 2 | Aðgangsflögur | 2 | ||
Verð | 63.232 | Verð | 79.664 | Verð | 85.800 | ||
Með uppsetningu | 83.132 | 99.564 | 105.700 | ||||
Gengi 15.11 | 104 |
* Innkaupsverð deilt niður á 24 mánuði með 19.900 króna uppsetningargjaldi.
** Ég þarf að lágmarki 3 hurðarnema en Nest skynjarar eru einnig með hreyfiskynjara.
*** Ég væri til í að hafa myndavél fyrir framan hús og bæti henni við í Nest 5 og Nest 7.
Það er einfalt að halda því fram að þessi samanburður sé ekki sanngjarn þar sem verðin á Nest eru án aðflutningsgjalda en miðað við hversu Íslendingar eru úrræðagóðir þegar kemur að innflutning frá USA í gegnum vini og vandamenn þá blæs ég á það.
Niðurstaða
Það þarf að tvöfalda upphæðina til að ná sama kostnaði og í leigða kerfinu og þá er bara hugsað til 24 mánaða. Ef hugsað er lengur þá færast enn sterkari rök fyrir því að kaupa kerfi og eiga það í stað þess að leigja það.
Stóri munurinn í mínum huga er aukatenging við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar og 24/7 vaktmenn sem eru tilbúnir (á vissum svæðum) þegar útkallið kemur. Á móti má benda á að netsambönd eru mjög stabíl á Íslandi og því litlar líkur á að tilkynningar frá Nest Security skili sér ekki á tengiliði eða viðbragðsaðila ef svo illa vildi til að brotist yrði inn.
2 athugasemdir
Persónulega fór ég þá leið að kaup Samsung SmartThings hub og bjó til öryggiskerfi út frá því. Mjög einfalt og þæginlegt og töluvert ódýrara en Nest og líka hægt að bæta við mun fleiri aukahlutum og sveignjanlegra ef maður vill búa til “snjall heimli”.
Já það kom einmitt vel til greina hjá mér og eins og þú segir miklu mun skalanlegra.
Ef það kraumar laumupenni í þér þá væri gaman að fá smá samantekt frá þér um kerfið til að birta?