Heim Föstudagsviðtalið Vilhelm Neto

Vilhelm Neto

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 174 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Hver er þessi Vilhelm Neto og hvaðan er maðurinn?

Ég er leikaranemi í Kaupmannahöfn, vonandi leikari einn daginn.
Ég er bæði frá Portúgal og Íslandi, Figueira da Foz í Portúgal og Reykjavík á Íslandi.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Akkúrat núna er ég nemi, myndi segja það væri starfið mitt, en ég starfa líka hjá Hamborgarabúllu Tómasar í Ködbyen með æðislegu fólki.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég reyni að vakna kl 7, svo ligg ég alltaf í hálftíma uppí rúm í símanum að reyna að hvetja mig út. Svo hjóla ég í skólann, yfirleitt er ég kominn ca. kl 8, tímarnir byrja kl 9 en mér finnst huggulegt að byrja morgnana hægt og rólega, fá mér gott kaffi, spjalla við skólafélaga. Svo er ég í tímum til 4, eftir það er ég yfirleitt í skólanum frekar lengi að vinna í verkefnum, svo fer ég heim seinna um kvöld, fer eftir hversu mörg verkefni eru í gangi hversu seint ég kem heim.
Þegar ég kem heim reyni ég að elda eitthvað fyrir vikuna, hendi vanalega í chili con carne eða eitthvað álíka.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Er að reyna að læra Romeo mónólog fyrir skólann og að undirbúa og æfa atriði fyrir menningarnótt hér, sem við sýnum síðan frá 18 til 00, föstudaginn 13 í Den Kongelige Afstøbningssamling.

 

Hvert er draumastarfið?

Leikari eða leikstjóri.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Merkilegasta… úfff… ég í alvörunni veit ekki. Sorrý. Ætli það sé ekki láta fólk hlæja? Mér finnst það alltaf mjög merkilegt og lætur mig líða frábærlega.

 

Lífsmottó?

Á enga svona sérstaka “setningu” sem ég fer eftir, fæ alltaf svo mikinn kjánahroll þegar ég segi þær upphátt. En ég reyni að lifa jákvætt, leyfa samt að finna fyrir reiði og sorg þegar þörf er á, og vera góður við aðra.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég æfði róður þegar ég bjó í Portúgal, og var frekar góður í því.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Kaupa hús á Íslandi og í Portúgal. Borga fyrir mitt nám og nám systur minnar og gera vel við pabba, mömmu, systur, afa og ömmu og vini mína. Ferðast.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Á tvo heimabæ en þekki engan úr Figueira da Foz sem ég hlusta á.
Þannig Reykjavík væri:

  • Högni Egils
  • Salka og Jóhanna í Cyber
  • Arnór Dan
  • Friðrik Dór
  • Salka Sól
  • Sigríður Thorlacius
  • Arnar og Helgi í Úlf Úlf

Ég veit þetta eru meira en 5 en ég er dálítill bad boy í mér og hef það til að brjóta reglur.

 

Býr tæknipúki í þér?

Já, ég og pabbi höfum verið tæknipúkar í smá tíma, man þegar pabbi kynnti mér fyrir þau tæknilegu framför sem voru DVD diskar.

 

Apple eða Windows?

Apple

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Acer fartölvan mín.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Apple SE

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir er næs myndavél og hvað hann bara virkar vel.
Gallar er hvað hann er með lítið minni, átti ekki efni á meira en það sem ég er með.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Samfélagsmiðla og Reddit.

(Innskot: Vilhelm á Twitter)

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Gamli góði Nokia 3310.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

iPhone 9 með 64 GB minni sem skannar ekki andlitið mitt og er með headphone jack.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Fylgist yfirleitt bara með fullt af subredditum á Reddit. Eins og r/apple, r/ios, r/technology og r/futurology

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ekki gleyma að slaka á af og til, ég gleymi því oft.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira