Heim ÝmislegtIoT Snjallvæðum heimilið

Snjallvæðum heimilið

eftir Jón Ólafsson

Það má með sanni segja að IoT (Internet of Things) og snjallvæðing hafia verið tískuorð í tækniheiminum undanfarin ár. Alveg sama hvert er horft þá orðið notað tengt við hluti eins og t.d. snjallheimili, snjallsímar, snjallúr, snjallprerur og snjallreykskynjarar. Allir þessir hlutir eiga það sameiginlegt að vera samansafn af tækjum sem tengjast saman á einhvern hátt og eiga að létta okkur lífið.

Veit ekki með ykkur en ég er með fullar skúffur af allskonar snjalltækjum sem ég nota sjaldan eða aldrei. Ástæðan er einföld, þessi tæki eru/voru kannski snjöll á sinn hátt en þau tala ekki saman og létta mér ekki lífið. Þetta fyrir mér summar nokkuð upp það sem ég hef heyrt frá mörgum, margir hafa brennt sig og vilja forðast að kaupa tæki sem tala ekki saman og auka ekki lífgæði okkar.

Ég flutti fyrir nokkrum árum og hef verið að hugsa um að snjallvæða heimilið og velti því stundum fyrir mér hvernig er best að snúa mér í því. Mig langar sem sagt að gera heimilið mitt snjallara, með tækjum sem annað hvort tala saman eða lausnum sem hver fyrir sig létta mér lífið og helst spara mér penning til lengri tíma litið.

Það er réttast að taka það fram að það er engin ein leið rétt eða best þegar kemur að þessu, best er að hugsa fyrirfram hvað þú fá útúr þessari snjallvæðingu og hvað hún má kosta.

Staðlar

Það fyrsta sem ég fann út var að það eru mjög margir mismunandi samskiptastaðlar sem sinna samskiptum milli snjalltækja og til að nefna nokkra: Bluetooth, ClearConnect, Insteon, Thread, Wi-Fi, X10, Z-Wave og ZigBee

Þetta eru þessir helstu og ef maður horfir á þennan lista og hugsar um þessi hundruðu tækja sem hægt er að velja um þá fallast manni eiginlega hendur. Hvað á maður að velja og hvert þessara tækja tala saman?

Eftir lestur á nokkrum spjallborðum þá sýnist mér að það sé einfaldast fyrir flesta að halda sig við tæki sem tala sama yfir WiFi, Z-Wave, ZigBee eða Thread. Kostur þess að velja tæki sem tala saman yfir WiFi er nokkuð augljóst enda þráðlaust net á flestum heimilum. Tæki sem nota WiFi til samskipta nota reyndar meira rafmagn, sem segir manni að rafhlöðuending er líklega skemmri en það er önnur saga. Z-Wave og ZigBee er stutt af flestum stórum framleiðendum snjalltækja og síðan er Thread byggt á Open-Source grunni, en þessi staðall kom út nýlega og virðist vera framtíðin.

En jæja, ég ætla að skoða dæmi um tæki sem styðja allavega 2 af þessum 4 stöðlum og ættu því að tala saman og mynda þannig snjallari heimili.

Tækin

Fyrst er það Amazon Echo en þetta er nokkuð merkilegt tæki af mörgum ástæðum. Þetta byrjaði sem raddstýrður Bluetooth hátalari en hefur þróast yfir í tæki sem notandi getur talað við og þannig stýrt öðrum tækjum. Amazon Echo keyrir Alexu sem er hjálparálfur frá Amazon, svipaður eins og Siri hjá Apple, Cortana hjá Microsoft og Google álfurinn sem heitir einfaldlega Google.

Fyrir utan að geta beðið Alexu um að spila tónlist eða hljóðbækur þá er líka hægt að biðja Alexu um að lesa fréttir eða veðurspánna þó ég leyfi mér að efast um að allt þetta virki á Íslandi. En í tengslum við efnið sem tekið er fyrir hér þá er Amazon Echo mjög sniðugur fylgihlutur sem gerir notenda kleyft að raddstýra ýmsum tækjum á heimilinu með Alexu.

Hér má sjá einfalt dæmi frá CNET

Hitastýring

Það eru þó nokkrar framleiðendur á þessum markaði og sá þekktasti er líklega Nest sem er dótturfyrirtæki Google. Nest er með glæsilega lausn sem heitir einfaldlega Nest Thermostat

Mig langar að benda á aðra sem ég skoðaði í Englandi fyrir skemmstu. Sú heitir Tado og byggir á miðlægum hitanema eins og Nest. Einfalt að forrita allskonar með IFTTT skipunum og flottir snjall ofnkranar þannig að hægt sé að stilla hvert rými fyrir sig.

Rofa- og ljósastýring.

Margir mæla með og byrja á snjöllum ljósperum þegar þeir snjallvæða heimili sín, helst afþví að þær eru frekar ódýrar, einfaldar í uppsetningu og notkun. Ég er samt í vafa um hversu mikið virði stakar snjallperur gefi húseigengum en það er bara ég. Önnur lausn er WiFi tengdir ljósrofar eða rafmagnstenglar en með þeim er hægt að kveikja/slökkva á ljósum eða rafmagnstenglum með Alexu eða appi í símanum þínum. Þannig þarftu ekki að skipta um allar perur, bara rofan sem stýra þeim.

Það er margt í boði hér og sem dæmi WeMo ljósrofar, dimmerar og tenglar, þeir eru WiFi tengdir og hægt að stýra þeim með Alexa eins og sést í CNET myndbandinu hér að ofan.

Það ætti að vera nokkuð einfalt að skipta um rofana sjálfa en ef þú ert smeik/ur við það þá mæli ég með rafvirkja í málið.

Snjallmiðja

Ef einhver vill taka snjallheimilið alla leið þá er líklega nauðsynlegt að fá sér snjallmiðju. Miðjan gerir svo sem ekkert snjallt sjálf ef svo má segja, þetta tæki yrði heilinn í kerfinu og við hann tengjast svo önnur snjalltæki og ýmiskonar nemar.

Það eru nokkuð margar miðjur til á markaðnum en það er sniðugt að skoða Samsung SmartThings miðjuna vegna þess hversu einföld hún er í uppsetningu og notkun. Sú miðja virkar einmitt með Amazon Alexu og því hægt að stýra henni með raddskipunum. Miðja sem þessi er því fyrst og fremst notuð til þess að taka við boðum frá tengdum skynjurum og framkvæmir hluti/aðgerðir eftir því hvað hún er stillt/forrituð.

Nokkur dæmi:

  • Hreyfiskynjari í bílskúr nemur hreyfingu og miðjan kveikir því ljósin í því rými og sendir SMS í ákveðið símanúmer.
  • Hreyfiskynjari í stofu nemur ekki hreyfingu í 1 klukkustund og miðjan slekkur því á sjónvarpi og ljósum.
  • Hægt er að kaupa skynjara á húsdýr eða lyklakippur fyrir heimilisfólk. Ef miðjan nemur að viðkomandi skynjari er kominn inn í húsið eða er á útleið þá er hægt að fá tilkynningu eða láta kerfið framkalla fyrirfram ákveðna aðgerð. Sem foreldri mundi ég festa þetta á krakkana til að vita ef einhver snygglast út of seint 🙂
  • Ef hitastig breytist þá getur miðjan tekið mið af því og hækkað eða lækkað hitastigið í húsinu til að vinna á móti því. Einnig er hægt að fá tilkynningu ef gluggi er opinn sem á ekki að vera opinn o.s.frv.

Þetta er bara hluti að aðgerðum sem hægt er að láta miðjuna framkvæma. Miðjan er samt ekki nauðsyn til að koma sér af stað og verða snjallari. Hún getur samt bætt miklu við notagildið og möguleika. Á sama tíma bætir hún einnig töluverðum kostnaði við uppsetningu því allir þessir skynjarar bæði kosta penning og þarfnast uppsetningar.

Dyralæsing.

Það eru þó nokkrar snjalllæsingar til á markaðnum en ef þú ert að hugsa um snjallmiðju þá er snjalllæsing frá Schlage dæmi um læsingu sem hefur fengið ágætis dóma. Hún virkar með Amazon Alexa í gegnum SmartThing miðjuna hér að ofan.

Þannig er bæði hægt að stýra henni með nálægðarskynjurum eða opna/læsa yfir netið eða með snjallsíma. Sé fyrir mér að vera að labba að húsinu með fullt fangið af innkaupapokum og þegar ég er 2 metra frá hurðinni þá tekur hún sjálfkrafa læsinguna af. Hljómar nokkuð spennandi en þessi læsing er samt bara ein af mörgum sem hægt er að velja um.

Snjallari

Þetta hér að ofan er vitanlega ekkki tæmandi listi eða tillögur sem við mælum með að fólk stökkvi í að panta óskoðað. Þetta er fyrst fremst hugsað sem hugmyndir eða tillögur sem hægt er að byggja á og síðan bæta við.

Nauðsynlegt að hugsa þetta vel í upphafi, ertu að leita að eftirlitskerfi og stýringu á kerfum eða er þetta fyrst og fremst snjallvæðing (nördaskapur) til að létta þér lífið að einhverju leiti.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira