Heim Ýmislegt IKEA Place er flott AR app

IKEA Place er flott AR app

eftir Jón Ólafsson

IKEA var að gefa út ansi flott AR (Augmented Reality) app.

AR sem oftast er kallað gagnaukinn veruleiki gerir forritara kleift að nota myndavélina til að mynda umhverfið og bæta hlutum eða virkni við það sem myndavélin sér.

IKEA gerir þetta ansi vel með þessu appi sem heitir einfaldlega IKEA Place en það notar einmitt myndavélina til að mynda umhverfið, stofuna, eldhúsið, herbergið og síðan vafra um vörulista IKEA og bæta þeim hlutum við.

 

 

Þetta forrit kom út í dag fyrir iPhone og iPad og virkar ansi vel. Notendur þurfa samt að huga að birtu því það virkar (eðlilega) illa í dimmu rými og að þeir þurfa að vera búnir að uppfæra stýrikerfið í iOS11 sem kom út fyrr í dag.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira