Heim Ýmislegt Breytingar á Google Drive: verður Backup and Sync

Breytingar á Google Drive: verður Backup and Sync

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Í júní á þessu ári tilkynnti Google að þeir myndu gera breytingar á Google Drive gagnageymslu forritinu sínu. Við spjölluðum við Reykjavík Síðdegis um málið, reyndum að setja þetta á mannamál. Forritið mun fá smá andlitslyftingu, nýtt nafn og nýja virkni. Þessi breyting felur í sér að Drive verður að Backup og Sync og mun Google Photos Desktop appið falla inn í það líka.

Backup og sync mun líka breytast að því leyti að núna munu þeir ekki lengur krefjast þess að gögnin séu geymd í local möppu appsins heldur getur notandi í raun valið hvaða möppu, eða möppur, á að afrita og í raun afritað bara öll gögn í tölvunni. Þetta er breyting sem er að tækla eina helstu gagnrýni sem Google, DropBox, OneDrive o.fl. hafa fengið. Notendur hafa nefnilega löngum kvartað yfir því að geta ekki hreinlega bara valið hvaða möppur þeir vilja afrita á tölvum sínum. Þá hefur okkur fundist líka að vanir tölvunotendur kvarta frekar undan þessu heldur hinn almenni borgari.

Við hérna hjá Lappara.com leggjum mikla áherslu á að notendur séu með gögnin sín í afritun, hvort heldur sem afritað er á annan búnað eða í skýið. Við ætlum ekki að leggja einhverja sleggjudóma á aðra þjónustu fram yfir aðra þar sem þessir stærstu aðilar eru allir mjög svipaðir, en þó erum við mjög ánægð með þessa breytingu hjá Google.

 

Öryggi

Spurning um öryggi gagna í skýinu hefur komið upp og til að halda okkar lesendum upplýstum þá bendum við á að Google setur ábyrgðina í hendur notandans. Ef fólk er að synca gögnin sín upp í skýið um leið og breytingar eiga sér stað og lendir svo í dulkóðunarvírus, eins og WannaCry, þá munu gögnin synca upp í skýið dulkóðuð og svo gott sem ónýt.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira