Heim MicrosoftWindows 10 Spotify app fyrir Windows 10

Spotify app fyrir Windows 10

eftir Jón Ólafsson

Þegar Microsoft kynnti Surface Laptop í síðasta mánuði þá tilkynnti félagið einnig að Spotify væri að koma í Windows Store. Þetta skiptir Microsoft miklu máli þar sem á sömu kynningu var Windows 10 S einnig kynnt en þessi útgáfa af Windows 10 keyrir ekki hefðbundin forrit heldur bara forrit úr Windows Store.

 

Smelltu hér til að sækja Spotify fyrir Windows 10

 

Núna aðeins mánuði seinna er Spotify komið í Store og þetta skiptir gríðarlegu máli þar sem Spotify er með yfir 140 milljónir notenda. Núna getum við aðeins óskað þess að Chrome vafrinn frá Google komi í Store ásamt Steam.  🙂

Þessar fréttir hafa vakið athygli en eru líka viss vonbrigði hjá tryggum Microsoft viðskiptavinum, til dæmis þeim sem eiga og nota Windows símtæki, Xbox eða Hololens. Ástæðan er einföld, Spotify appið virkar ekki á þessum tækjum heldur bara á x86 vélum, sem eru venjulegar PC tölvur.

Burt séð frá því þá þykir mér þetta góðar fréttir þar sem þetta app er mun léttara og hraðvirkara í notkun samanborið við venjulega Spotify appið.

 

 

Notendur þurfa að hafa nýjustu útgáfuna af Windows 10 til að geta sótt og notað appið.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira