Heim Ýmislegt Vodafone að koma með 4K/UHD myndlykla

Vodafone að koma með 4K/UHD myndlykla

eftir Jón Ólafsson

Vodafone tilkynnti fyrr í dag á blogginu sínu að þeir hafi nú gert samning við Samsung um kaup á næstu kynslóð myndlykla fyrir viðskiptavini Vodafone. Eins og við sögðum frá fyrir skemmstu þá reið Síminn á vaðið með 4K útsendingu og myndlykla fyrir viðskiptavini sína.

Þetta eru stór tíðindi frá Vodafone sem ber að fagna þar sem Samsung standa framarlega þegar kemur að myndgæðum og smíðum á flottum og góðum rafeindabúnaði.

Samningurinn við Samsung er tímamótasamningur í uppbyggingu sjónvarpsþjónustu okkar. Íslenskir neytendur þekkja styrk Samsung þegar kemur að sjónvarpstækni og samstarf okkar mun tryggja afburða þjónustuupplifun til okkar viðskiptavina. Samstarfið við Samsung er mikilvægur þáttur stefnu okkar að vera leiðandi í uppbyggingu sjónvarpsþjónustu á Íslandi til framtíðar,

Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone.

 

Samkvæmt Vodafone blogginu þá þurfa viðskiptavinir þeirra ekki að bíða lengi þar sem það má eiga von á þessum myndlyklu núna í haust.

Frekari upplýsingar á Vodafone blogginu

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira