Við hér á Lappara erum nýkomnir með Samsung Galaxy S8 í prófanir. Við erum búnir að birta afpökkun og í framhaldi af því handleika tækið töluvert og má segja að fyrstu kynni okkar séu mjög jákvæð.
Skjárinn er einstakur, símtækið gullfallegt og fer þessi stærð fer vel í hendi. Galaxy S8 virðist sterklegt tæki, hann er vel búinn vélbúnaðarlega og með öllu þessu helsta sem vænta má úr flaggskipi frá Samsung.
Myndavélin er einn af aðalstyrkleikum símans en í þessum fyrstu prófunum okkar má segja að hún sé frábær við flest skilyrði.
Hér eru helstu atriði:
- Kubbasett: Exynos 8895 Octa
- CPU: 2 x Quad-core (4×2.3 GHz & 2×1.7 GHz)
- GPU: Mali-G71 MP20
- Skjár: 5.8″ Super Amoled skjár með 1440 x 2960 upplausn (570ppi)
- Minni: 4GB RAM
- Geymslurými; 64GB ROM
- microSD rauf: microSD sem styður allt að 256GB kort
- Myndavélar: 12MP f/1.7
- Flash: tvöfalt Led
- Sjálfuvél sem er 8MP (f1.7 1440p@30fps)
- Rafhlaða: 3,000mAh (ekki removable)
- Stýrikerfi: Android 7.0 Nougat
Stærðir: 148.9mm x 68.1mm x 8mm - Þyngd: 155g
- Símkerfi: LTE / 3G / 2G / GSM
- Tengimöguleikar: Wi-Fi 802.11 a/b/g/n/ac / NFC / Bluetooth 5
- Litir: Svartur, grár, Silfur, Blár og gold
- Tengi: USB-C 3.1 og 3.5mm fyrir heyrnartól