Heim Microsoft Microsoft Surface Laptop

Microsoft Surface Laptop

eftir Jón Ólafsson

Eins og margir vita þá var Microsoft með kynningu fyrr í dag þar sem fjallað var um Windows 10 S  og einnig kynnti fyrirtækið nýjar Surface vélar og þar ber fyrst að nefna nýja fartölvu.

 

Microsoft Surface Laptop

Þessi vél kemur í sölu í Bandaríkjunum 15. Júní og hafa þessar fjórar útgáfur nú þegar verið kynntar.

  1. i5, 4GB RAM, 128GB SSD, GPU Intel HD 620, litur Platinum
  2. i5, 8GB RAM, 256GB SSD, GPU Intel HD 620, litur Burgundy, Platinum, Cobalt Blue, Graphite Gold
  3. i7, 8GB RAM, 256GB SSD, GPU Intel Iris Plus 640, litur Platinum
  4. i7, 16GB RAM, 512GB SSD, GPU Intel Iris Plus 640, litur Platinum

Verðið er nokkuð óljóst enn. Microsoft sagði þó að vél númer eitt hér að ofan muni kosta $999 og hefur hún um 14.5 klst rafhlöðuendingu.

 

Gríðarlega sexy vél hér á ferð en samkvæmt Microsoft þá mun þessi útgáfa vera sprækar en i7 útgáfan af Macbook Pro ásamt því að hafa lengri rafhlöðuendingu en allar Macbook Air vélar sem eru til sölu í dag. Skjárinn er 13.5″ PixelSense (3:2 radio) snertiskjár með 3.4 milljónum pixla en skjárinn mun styðja Surface Pen.

Frekari upplýsingar um vélina á heimasíðu Microsoft.

 

Hér má sjá að gamni myndband frá Microsoft um hönnunarvinnuna á bakvið Surface Laptop

 

Til viðbótar sýndi tæknirisinn Surface Arc Mouse…  já já…  just take my money  🙂

 

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira