Við hér á Lappari.com höfum verið að skoða öryggismál hjá íslenskum vefum í vikunni.
Við sem notendur, eigum aldrei að skrá inn persónuupplýsingar á vefsíður sem hafa ekki Secure/HTTPS lás í vefslóðinni. Ef það er ekki lás eins og hér á Lappari.com þá ættuð þið að hafa samband við viðkomandi félag/stofnun og óska eftir úrbótum.
Skiptir máli hvort það er HTTP eða HTTPS?
- HTTP = Gamli sveitasíminn þar sem allir gátu hlustað á samtöl
- HTTPS = nútíma símkerfi þar sem bara sá sem hringir og sá sem svarar geta talað saman
Ég tók smá rúnt um netið í gærkvöldi og fann fljótlega 57 vefir sem þarfnast úrbóta. Við birtum 30 vefsíður í fyrr í dag og hér eru hinar 27. Þetta eru 11 fjölmiðlafyrirtæki og síðan 16 vefur úr opinberri stjórnsýslu. Annað hvort er allur vefurinn yfir http eða einstaka innsláttarform sem einfalt ætti að vera að laga.
Fjölmiðlar
Hefðum líklega getað haldið áfram með lífeyrissjóðina en færðum okkur yfir í fjölmiðlana núna.
Bændablaðið
Viðskiptablaðið
Tímarit – svo sem ekki fjölmiðill eða hvað?
Stöð 2
Árvakur – atvinnuumsókn
Rúv
MBL – blog.is
Eiðfaxi
Birtingur
Vikudagur
Vísir – auglýsingahluti
Hið opinbera
Næst skoðum við nokkra vefi úr opinberri stjórnsýslu og bæjarfélög.
Dalvík – bakvörður
Dalvík – Fundakerfi
Dalvík – Vefpóstur
Dalvík – Wise Approvals
Fjársýsla ríkisins
Hirslan hjá Landspítalanum
Reykjavík – viðburðakerfi
Kópavogur – atvinnuumsóknir
Landsvirkjun – styrkir og auglýsingar
Leitir – upplýsingar um og aðgangur að margs konar vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni.
Mentor – ýmis skráningarform
Reykjavík – Ábendingavefur
Reykjavík – rekstur
Sýslumenn – mikið magn af skjölum til innskráninga yfir http
Umboðsmaður Alþingis
Akranes – atvinnuumsóknir
Eins og fyrr segir þá eru þetta vefir sem ég datt inn á við vafra um netið. Ég gæti líklega haldið áfram endalaust en stóra málið er að við notendur séum vakandi. Við eigum aldrei að sætta okkur við innslátt upplýsinga (eða leyniorða) yfir http…. s.s. án þess að hafa græna lásinn í slóðinni, eins og er hér á Lappari.com
Þessi færsla er framhald af færslu sem má sjá hér – Allar skjámyndir voru teknar aðfaranótt 15.02.2017
1 athugasemd
Finnst þetta vera meira áfellisdómur yfir þeim sem selja þessum fyrirtækjum vefi og lausnir þeim tengdum. Bæði ættu hýsingaraðilarnir og þeir sem setja upp svona vefi að láta það vera part af tilboðinu að svona vefir séu settir á SSL. No brainer í raun. Held að þetta sé leti.