2.6K
Svo virðist sem margt ætli að gera leiðina erfiða fyrir ránsfengina. Því loksins birtist Loot Crate Gaming kassinn fyrir janúar. En Loot Wear fyrir sama mánuð er eitthvað fastur í tollinum. Það er því greinilega mikið á sig lagt til að hindra að kassinn komist sína leið.
En nóg um það, þemað að þessu sinni var brjálæðisleg vísindi. Því kom lítið á óvart að bolurinn væri í anda Resident Evil, en svo var einnig mjög félagslegt bindi, mega flottur hjálmur og geðtrufluð gleraugu.