Heim Ýmislegt Bett skólasýning 2017

Bett skólasýning 2017

eftir Helgi Freyr Hafþórsson

Dagana 25 -28 janúar var ráðstefnan Bett (British Educational Training and Technology Show) haldin í ExCeL sýningarhöllinni í London. Þessi ráðstefna var fyrst haldin árið 1985 og árið 2014 var haldið upp á 30 ára afmæli hennar. Það er óhætt að segja að það er hægt að finna margvíslegt sem tengist bæði kennslu og tækninýjungum sem hægt er að nýta frá leikskóla til háskóla. Þarna eru hellingur af fyrirtækjum og einstaklingum að kynna sína þjónustu. En einnig er hellingur af fyrirlestrum sem fjalla um hin ýmsu málefni, rannsóknir, reynslusögur og kynning á tækni sem nýtist í kennslu og margmiðlun.

Það væri ógerlegt að fara yfir allt sem hægt var að skoða á sýningunni, og þá er aðeins verið að tala um tæknina. Það virtist þó vera gangandi þema hjá mörgum að hafa einhverskonar tegund af sýndarveruleika. Hvort sem það er VR(virtual reality), AR(Augmented reality) eða MR(mixed reality). Svo virðist líka að skjávarpar séu að fara heyra sögunni til, 60-80 tommu snertiskjáir voru nánast í hverjum bás. Það sem heillaði mest þar voru forritin sem fylgdu búnaðinum, þá stóð sérstaklega upp Microsoft Whiteboard. Forritið var bæði einfalt í notkun og virðist vera alveg ótrúlega fjölhæft.

Í meðfylgjandi myndbandi þá má sjá smá brot af því sem mátti finna á ráðstefnunni. En fjallað er sérstaklega um Microsoft Surface Studio, þar sem þessi búnaður stóð einfaldlega upp úr af þeim búnaði sem hægt var að prufa.

 


Það er óhætt að mæla með Bett, því þarna er svo ótrúlega fjölbreytt flóra af öllu því sem tengist kennslu og tækni.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira