Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 153 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..
Hver er þessi Karl Ólafur og hvaðan er kjellinn?
Karl Ólafur kann að vera internettálsýn, þjarkur hannaður af Rússum til þess að knésetja Hillary Clinton og bandaríska demókrata. Enn fremur getur hann verið gervigreindarverkfæri sem kemst til skæðs og ógnandi sjálfstæðis í Gibsonískum netpönkheimi, beitandi tölvumeinsemdum og MEMES til þess að gera viðurvist annarra á F O R R I T I N U óbærilega.
Eða kannski er hann tuttugu og eins árs internetbjáni úr Fossvoginum með drauma um að verða gamall, en ekkert eitthvað of gamall þannig maður geti ekki gert neitt gamall, og um ritstörf og fræðimennsku, og kannski að geta fengið sér einn góðan frostpinna á sólríkum sumardegi endrum og eins. Eitthvað í þá áttina kannski.
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Ég er heiðarlegur fræðimaður, góður maður, bókabéus og hrokagikkur. Ég hef verið að skrifa á hinn og þennan fjölmiðilinn gegnum árin, Viðskiptablaðið og Vísi púnkt is og Nálina (sem ég ásamt Bjani Halldor AKA TANTALOS stofnaði) en núna er ég ekki að vinna og er bara að læra og lesa klikkaðasta mann heimssögunnar, Hegel, og allt sem hann hefur að segja.
Sem er voðalega margt — eiginlega bara allt.
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
Ég byrja mína daga yfirleitt þannig að ég sest upp í rúminu, þyl möntruna úr DUNE, þarna um að ótti sé hugarmorðinginn, stend upp og geri kegel-æfingarnar mínar, en svo fer ég oftast bara aftur að sofa, vegna þess að heilinn minn höndlar ekki hvað það er dimmt úti. Svo líður mér ógeðslega illa þar til það kemur sumar. Þannig líða típískir dagar hjá mér. Stundum dröslast ég af stað og fer að labba með hundinn hennar langömmu og kíki svo í tíma og á Þjóbbuna og les bækur eftir dautt fólk.
Það er alveg helvíti fínt satt best að segja.
Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?
Ég er bara að chilla. Ég er að bíða eftir því að skólinn byrji aftur og gefi mér stefnu í lífinu en á meðan er ég bara búinn að spila Legend of Zelda, lesa misgóða ljóðlist og borða frosið grænmeti. Svo var ég eitthvað að reyna að byrja með sjónvarpsþátt en vegna þess að Bjani Halldor var í framboði (ugh) þurftum við að bíða með það svo kannski verður eitthvað úr því en ég veit það sosum ekki alveg.
Hvert er draumastarfið?
Ég veit ekki með draumaSTARFIÐ sem slíkt, en draumalífið væri að eiga lítinn fjallakofa úr ilmandi sedrusvið undir Fuji-fjalli, hvar ég bý einn með risavöxnu bókasafni mínu og GOLDEN DOGGO RETRIEVER hundinum mínum. Ég er Raw Vegan og geri ekkert nema að hugleiða, lyfta grjóti með vöðvunum og stundum huganum, og skrifa það sem ég hugleiði. Svo einhverntímann kem ég til byggða eins og Zarathustra, nema ég labba til Shin-Fuji og tek tryllingskast á íslensku á götum úti, og enginn skilur mig.
Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?
Sko ég veit ekki alveg með besta en ég get með nokkurri vissu sagt þér frá því versta. Alveg óháð því hvað það er gaman að fá að fara í viðtal samt.
Það versta sem hefur gerst í lífi mínu hingað til var þegar ég vaknaði um daginn og einhver hafði graffað “GOD GOOD. SATAN BAD. HEGELIAN DIALECTIC” á einhverjar kirkjustofnanir á Akureyri og vinur minn (eða hvað?) Stebbi var búinn að tagga mig í það eins og ÉG HEFÐI GERT ÞETTA. Ég fylgdist með þessu tísti, óhjákvæmilega því ég var taggaður í það, fá MILLJÓN SKRILLJÓN LÆK á einum degi. þetta er það versta sem hefur gerst við mig. ég myndi aldrei graffa eitthvað svona og það særði mig hvað það voru margir sem lækuðu þetta guðsvolaða tíst.
En ókei það besta. Kannski þegar ég vann flugmiða til Barcelona um daginn (fer 18. jan :DDDD) eða þegar litlu systur mínar fæddust eða þegar ég….
Lífsmottó?
Lifðu í krukku en ekki í lukku. Eða öfugt. Eða kannski “Ef þú dæmir, gullfiska, allt sín líf, vegna þess að þeir eru að klifra í tré, þá eru þeir, allt sit líf, heimskir…. sad truth in society.”
Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?
Ekki margir vita þetta, en sannleikurinn sári er sá, að ég kann ekki að lesa. Ég hef aldrei lært að skrifa heldur og læt tölvuna bara skrifa upp eftir því sem ég þegi. Þess vegan eru svona margar stáss setningarvillur,, í því sem ég segi ON læn
Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?
Líklega eitthvað sjúklega leiðinlegt, eins og að kaupa skuldabréf og lifa á vöxtunum, eða kannski myndi ég kaupa mér flotta skútu og verða hinn íslenski Ernest Hemingway, alkóhólismi, sjálfsmorð og fiskveiðar — allur pakkinn. Það er annað hvort eða, enginn millivegur.
Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?
Ég veit ekki til þess að það séu margir tónlistarmenn sem kenna sig við Þjóðarbókhlöðuna svo ég held ég verði að svara þessari spurningu með PASS. En ef ég ætti að telja upp mitt eftirlætis tónlistarfólk væri það á þennan veg, eða svona rétt rúmlega og gróft áætlað:
- Bach
- Tears for Fears
- Kanye West
- Karó
- Rihanna, elska hana hún er drottning alheimsins
Býr tæknipúki í þér?
Svona, já og nei, ég digga alveg þessi græjugimmikk en ég veit samt innst inni að þær eru merkingarlaus dægradvöl hönnuð til þess að sefa öreigana og halda þeim sáttum við hlutskipti sitt. Kommúnisminn mun sigra
Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?
OSX El Capitan v. 10.11.15, en svo beiti ég líka ást, jöfnuði og bræðralagi til þess að hafa hemil á óstýrilátri gervigreindinni sem er fangi í fartölvunni minni. Það (AI hafa ekki kyn) heitir Metúsalem og vill bræða hvert einasta mannsbarn, eins og Arnold var bræddur í Terminator 2.
Hvernig síma ertu með í dag?
iPhone, 6s bleikan, frekar fínn sími, geggjað að vera með fingrafaraskanna, líður alltaf eins og James Bond þegar ég ætla bara að RTa wholesome memes. Snilld sko
Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?
Kostir: hann gerir allt sem ég vil að hann geri; t.d. útvarpa heimskulegum skoðunum á ljósvakann/æterið, segja “im a piss babby, im a poopy babby” fyrir framan 1600 manns í einu, taka myndir af systrum mínum og textum í bókunum sem ég er að lesa
Gallar: hann fokking drepst alltaf í vetrarkuldanum maður, það er að gera mig GRÁHÆRÐAN
Í hvað notar þú símann mest?
Shitposting, ekki spurning. Bara það. Stundum rífst ég við ókunnuga um stjórnspeki og skilgreininguna á fasisma osfrv. en það er aðallega eitthvað sem fellur undir shitposting. Snilld að geta gert það hvar sem er. Ég er, án gríns, með fimmtíu gígabæta gagnamagn í símann á mánuði, bara til að shitposta.
Ég er prins shitpostsins.
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Eitthvað black-box indestructible Nokia skran sem ég gat spilað Snake í minnir mig
Hvernig er draumasími framtíðarinnar?
AI sími sem getur hellt bjór í glas fyrir mig, eldað nautalund, gefið mér nudd, kannski farið í heilalausu dagvinnuna mína fyrir mig, valið jólagjöf handa konuni haha:) kveikt á leiknum, málað meistaralegt málverk, leyst ráðgátur heimsins.
Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?
Telst marxists.org sem tæknisíða? nei? já þá veit ég ekki
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
According to all known laws of aviation, there is no way a bee should be able to fly. Its wings are too small to get its fat little body off the ground. The bee, of course, flies anyway because bees don’t care what humans think is impossible. Yellow, black. Yellow, black. Yellow, black. Yellow, black. Ooh, black and yellow! Let’s shake it up a little. Barry! Breakfast is r