Heim ÝmislegtFréttir Amazon Prime Video nú í boði á Íslandi

Amazon Prime Video nú í boði á Íslandi

eftir Haraldur Helgi

Nú fyrr í vikunni sendi Amazon frá sér tilkynningu þar sem kom fram að þjónusta þeirra sé nú í boði í 200 löndum, Íslandi þar með talið..

Eins konar opnunartilboð er í boði en í fyrstu 6 mánuðina er áskriftargjaldið $2.99 en hækkar svo í $5.99 að 6 mánuðum liðnum.

Eitt helsta gullegg Amazon Prime Video er talið vera The Grand tour sem skartar þeim James May, Jeremy Clarkson og Richard Hammond.
Engadget skrifaði fyrir stuttu að The Grand Tour væri mest “pirated show in history” eða mest ólöglega niðurhalaði þáttur í sögunni.
Hvort það er rétt leiðir tíminn í ljós.

 

Amazon Prime Video er í boði í flest snjallsjónvörp, iPhone, iPad, Apple TV (með AirPlay frá iPad og iPhone) og Android tæki (síma, spjöld, sjónvörp og baðkör).

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira