Heim ÝmislegtAndroid Strimillinn – App fyrir iOS og Android

Strimillinn – App fyrir iOS og Android

eftir Haraldur Helgi

strimillinnFyrir um ári síðan var ég að setja upp nýjan síma og í “suggested apps” var komið forrit sem hét Strimillinn. Þetta app vakti strax forvitni mína og ég sló til og sótti það og sé svo sannarlega ekki eftir því.

Í talsvert mörg ár, eða frá því að ég flutti að heiman, hef ég yfirleitt alltaf tekið strimilinn með mér heim úr Bónus, Nettó eða hvaða búð sem er og “ætla svo sannarlega að gera einhvern andskotann við hann” en hann endaði yfirleitt alltaf í ruslinu.

Appið, Strimillinn sem Loftfarið ehf hannar og rekur gerir það að verkum að ég get yfirleitt hent strimlinum strax í búðinni sem ég versla í, eða strax og ég kem heim. img_0750

Þetta forrit virkar þannig að um leið og strimillinn er kominn úr prentaranum er forritið ræst og fyrir miðjum skjá, neðarlega er hnappur merktur “Skrá strimil”.
Hnappurinn sá ræsir myndavél símtækisins svo hægt sé að mynda strimilinn. En þarna ber aðeins á milli stýrikerfa í símunum en í iOS skynjar myndavélin strimilinn á meðan maður þarf að klippa hann út handvirkt í Android. Að því leitinu til er forritið mun fljótlegra í notkun á iOS en á Android. Það þarf hinsvegar að gæta þess þegar strimill er myndaður að bakgrunnur/undirlag strimilsins sé ekki mjög flókinn/ð.  

 

Forritið er ótrúlega vel úr garði gert og les mjög hratt úr þeim upplýsingum sem fram koma á strimlinum. Kerfið sem býr að baki forritinu er greinilega úthugsað og á vefsíðu forritsins www.strimillinn.is eru greiningar á því hvenær helst er verslað og þar að auki hægt að sjá í hvaða verslun er verslað hvað mest og upphæðir sýndar því til stuðnings.

Hinsvegar má ég til með að benda á orðsendingu sem er á vefsvæðinu:img_0749

Strimillinn er í vinnslu. Við erum að breyta og bæta á hverjum degi. Búast má við villum á vinnslutíma og biðjum við þig því að sýna þolinmæði og láta okkur vita ef eitthvað skrítið er í gangi.

Þar sem kerfið er hundleiðinlegt ef lítið af gögnum eru til staðar bjuggum við til prufuaðgang þar sem þú getur skoðað hvernig þetta mun líta út þegar þú byrjar að nota kerfið.

 

Ég var samt sem áður örlítið skeptískur á hversu vel myndavélin tæki á stórum/löngum strimlum en þær vangaveltur voru óþarfar. Í tilraun minni með strimil sem var rúmlega 50cm langur var nóg að leggja hann á gólfið í bílakjallaranum þar sem ég lagði og mynda hann, lýsing var mikilvæg sem og að hafa strimilinn sléttann.

Auk þess að halda utan um hversu mikil eyðslan er býður forritið einnig uppá tilboð frá verslunum og virðist Kostur vera mjög virkur með tilboð í appinu.

[button color=”white” size=”normal” alignment=”none” rel=”follow” openin=”samewindow” url=”https://play.google.com/store/apps/details?id=is.loftfar.strimillinn&hl=en”]Strimillinn á Google Play[/button]  

[button color=”white” size=”normal” alignment=”none” rel=”follow” openin=”samewindow” url=”https://itunes.apple.com/is/app/strimillinn/id983282714?mt=8″]Strimillinn á Apple Store[/button]  

Þess ber að geta að þessi umfjöllun er ekki kostuð.  🙂

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira