Heim Ýmislegt Netflix býður uppá afspilun án internetssambands

Netflix býður uppá afspilun án internetssambands

eftir Jón Ólafsson

Netflix var að kynna frábæra viðbót fyrir notendur sína fyrr í dag en það er svoköllað Airplane mode afspilun…..  getum sagt að þetta sé afspilun á efni þrátt fyrir að vera ekki með netsamband en eins og flestir vita þá hefur hingað til þurft netsamband til að streyma efni af Netflix.  Þetta verður að teljast frábær viðbót við frábæra þjónustu.

 

Sjá kynningu á þessari þjónustu sem birtist í myndbandi á Twitter.

.

Seinna í dag mun koma ný uppfærsla á Android og iOS appið en þar mun bætast við niðurhalstakki (download) en með því að smella á hann þá hleðst viðkomandi efni niður á tækið.

.

screen_shot_2016_11_30_at_9-09-50_am-0

Efnið verður því þar tilbúið til afspilunar á tæki notanda, hvort sem notandi hefur netsamband eða ekki.

Rétt er að taka framm á þessi takki mun ekki verða virkur á öllu því efni sem finna má á Netflix en hann er t.d. kominn á allt efni sem Netflix framleiðir eins og Stranger Things, The Crown, Narcos, Orange is the New Black svo eitthvað sé nefnt en Netflix segir að fleira efni verði aðgengilegt í offline afspilun mjög fljótlega.

Meira um þetta á heimasíðu Netflix

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira