Heim MicrosoftWindows 10 Eve V kynnt til sögunar

Eve V kynnt til sögunar

eftir Jón Ólafsson

Fyrir um einu og hálfu ári fjölluðum við hér á Lappari.com um Eve T1 sem var fyrsta vélin sem Eve Tech lét framleiða fyrir sig og koma í sölu. Núna í dag kynnir fyrirtækið nýja vél sem heitir einfaldlega Eve V og er þetta athyglisverð vél fyrir margar sakir.

Ein þeirra er sú að vélin er hönnuð af notendum, undirritaður ásamt mörgum öðrum höfum fengið að taka þátt í þessari þróunn Eve Tech alveg frá upphafi. Fyrirtækið hefur þá komið með tillögur að mismunandi hönnun á vélinni, fjöldi porta, val á örgjörva o.s.frv. og við höfum fengið að kjósa um þá hönnun sem okkur hefur líkað best við.

Eve Tech hafa fjármagnað þetta verkefni á Indiegogo en þar hafa safnast $452,462 þegar þetta er skrifað en þeir stefndu að $75.000 í upphafi, það er þó rúmlega mánuður eftir
Áhugavert að þróa þennan “Surface-Killer” svona og verður enn áhugaverðara að fá síðan að prófa vélina þegar hún kemur.

 

Hér má sjá kynningarmyndband frá Eve Tech

 

Vélin kemur í þremur útgáfum.

  • The V m3: Intel Core m3, 8GB RAM, 128GB SSD
  • The V i5: Intel Core i5, 8GB RAM, 256GB SSD
  • The V i7: Intel Core i7, 16GB RAM, 512GB SSD

Annað

  • 12 klst rafhlöðuending
  • 2 x USB 3.1  –  USB-C  –  Thunderbolt 3 og 3.5mm tengi fyrir heyrnartól ásamt microSD kortalesara
  • 4 hátalarar
  • 12.3″ LCD skjá með 2738 x 1824 upplausn

 

Áætlað er að salan á þessum vélum byrji í febrúar 2017 og því enn nægur tími til að skoða og/eða tryggja þér eintak.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira