Heim Microsoft Surface Studio

Surface Studio

eftir Jón Ólafsson

Microsoft var með kynningu á miðvikudag en þar var meðal annars kynnt Surface Studio sem er nýjasta vélin í Surface línu Microsoft.

 

Fyrir þá sem horfðu ekki á kynninguna þá skulum við byrja á 90 sekúnda samantekt yfir það helsta.

 

Surface Studio

Vonandi særi ég engan, en það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá Surface Studio var: eftir öll þessi ár þá ætti iMac vélin frá Apple að vera svona flott.

 

Sjá einnig: Surface Book – 2016

Ég er eins og flestir sem ég hef séð til mjög spenntur fyrir þessari vél, en mér sýnist Microsoft hafa smellhitt naglan með þessu útspili sínu og eru flestir Windows og Apple notendur almennt séð ánægðir með vélina. Hún er glæsileg vél að sjá, með flottum vélbúnaði, snertiskjá og nokkuð augljóst notagildi hvort sem það er á vinnustað, í skólum eða einfaldlega sem fjölnota heimilisvél.

 

Hér er kynning á vélinni frá Microsoft

 

Glæsileg vél en hún verður seint flokkuð sem ódýr vél en hún kemur í þremur útgáfum til að byrja með.

  • Intel Core i5, 8GB af vinnsluminni, 2GB GPU og 1TB geymslurými – kostar $2,999
  • Intel Core i7, 16GB af vinnsluminni, 2GB GPU og 1TB geymslurými – kostar $3,499
  • Intel Core i7, 32GB af vinnsluminni, 4GB GPU og 2TB geymslurými – kostar $4,199

 

Þetta lítur allt saman vel út á blaði en þetta virðist ekki vera bara gimmic sem lítur vel út á blað heldur virðist þetta vera vel nothæf og flott vél í notkun

 

Helstu kostir sem ber að nefna eru:

  • Vélin er aðeins 12.5 mm að þykkt
  • Hún er með 28″ PixelSense snertiskjá, með 3:2 aspect ratio, 10-bit litadýpt og 13.5 milljón pixlar
  • Surface Pen, mús og lyklaborð fylgir með
  • Allt að Intel Core i7 processor (6th-gen Skylake)
  • Allt að 32GB RAM
  • Allt að 2TB rapid hybrid drive (Hybrid er SSD/HDD blendingur)
  • Skjákort: Nvidia GeForce GTX 965M með 2 GB eða GTX 980M með 4GB
  • HD Vefmyndavél
  • 3.5 mm hljóðtengi
  • Rauf fyrir SD kort
  • Mini DisplayPort tengi
  • Nettengi (Ethernet)
  • Wi-Fi sem styður ac/a/b/g/n   //  Xbox wireless innbyggt
  • Bluetooth 4.0
  • 4 x USB 3.0 portum
  • Stereo hátalarar með Dolby Audio Premium

 

Frekari upplýsingar á heimasíðu Microsoft en þar má forpanta vélina og fá Surface Dial með ókeypis en það kostar venjulega $99 (gildir til 01.12)

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira