Fyrr í dag kynnti Google nýtt símtæki, arftaki Nexus tækja sem munu einfaldlega heita Pixel. Það þekkja margir til Nexus tækjana en þar fá notendur “hreint” Android eins og Google hannar það án viðbóta frá framleiðendum en segja má að Pixel sé tilraun Google til blása glæðu í sölu þeirra tækja. Það þarf svo sem ekkert að ýta við sölunni á Android þar sem nálægt 7 af hverjum 8 seldum símtækjum keyra á Android en Pixel er tilraun Google til að ná meiri stjórn á Ecosystem´inu og mögulega til þess að sækja meiri tekjur á þennan markað.
Pixel og Pixel XL eru með sambærilegan vélbúnað en XL týpan er með 5.5″ skjá meðan Pixel er með 5″ skjá og XL er einnig með stærri rafhlöðu.. og þeir eru með 3.5″ tengi fyrir heyrnartól #hæApple
Áhugasamir geta skoðað meiri upplýsingar á heimasíðu Goggle.
Glettilega líkur iPhone samt… hvað segið þið?