Moto X Force

eftir Haraldur Helgi

Um nokkurt skeið hefur undirritaður haft til afnota og prufu Motorola Moto X frá Nýherja. Oftast þegar ég hef tekið síma sem þennan til prufu hefur það verið létt verk og löðurmannlegt, skoðun myndast tiltölulega fljótt og umfjöllun fæðist hratt og örugglega. Því var hinsvegar ekki að fagna með þetta tiltekna símtæki.   Eftir á að giska 3 vikur í prufu var mér farið að líka svo við símtækið að ég gerði í raun allt til þess að finna eitthvað að því. Auðvitað eru gallar á símanum en ekki það miklir að ég verði að beina fólki frá því að kaupa tæki sem þetta, langt því frá.

 

Hér má sjá afpökkunarmyndband okkar.

 

 

Hönnun & vélbúnaður

Síminn er nettur og mjög léttur. Fer vel í vasa og hendi. Skjárinn er ágætur en gæti verið betri. Virðist rispast tiltöluluega auðveldlega og gefur símanum “cheap-feel”. Bakhlið símans er úr einhverskonar ofnu efni sem mér finnst vera skítsællt og til þess knúið að sópa upp öllum þeim lyktum sem eru í kringum eigandan, hvort sem um er að ræða snyrtifræðing eða bónda. Í mínu tilviki angaði síminn í svolítinn tíma eins og hesthús en lyktin hvarf þó furðu hratt.

 

xforce_7

 

Síminn keyrir á Snapdragon 810 kubbasetti og er með tvo fjórkjarna örgjörva…  annar er 1.5 GHz Cortex-A53 meðan hinn er 2.0 GHz og heitir Cortex-A57. Þessi öflugi örgjörvi ásamt Adreno 430 skjástýringu ætti að tryggja notendum jákvæða upplifun. Þessu tengt þá er símtækið með fallengan álkantur er utan um símann sem er einnig nýttur til að kæla hann þegar á reynir.

 

Helstu stærðir:

  • Hæð 149.8 mm
  • Þykkt 9.2 mm
  • Breidd 78 mm
  • Þyngd 169 gr

 

Tengimöguleikar

Eins og allir símar af þessu kaliberi í dag þá er hann með Bluetooth, WiFi, NFC. Síminn er einnig með hröðunarmæli (e.accelerometer), snúðvísi (e.gyroscope) og GPS svo að eitthvað sé nefnt. Moto X styður ýmsa þráðlausa staðla eins og t.d. 802.11 a/b/g/n/ac og styður vitanlega 4G. Það eina sem gæti mögulega toppað þetta væri ef hann væri búinn Floppy drifi. #throwbackFriday

 

xforce_3

 

Bluetooth tengimöguleikinn er það eina sem ég get sett útá í þessum kafla, en þegar ég var búinn að tengja símtækið við útvarpið í bílnum mínum mátti vart hreyfa símann því þá rofnaði sambandið milli síma og útvarps. Ég ætla ekki að fullyrða að þetta sé símtækinu að kenna, útvarpið gæti líka verið bjánskt.   Í símanum er möguleiki að hafa 2 SIM kort eða 1 SIM kort og 1 microSD kort sem er mjög best!

 

Rafhlaða & lyklaborð

Rafhlaðan er 3760 mAh Li-Ion en samkvæmt prófunum á GSMArena má reikna með yfir 23 klst taltíma og rúmlega 15 klst af video afspilun.

Þetta var svo sem ekki mín reynsla en á góðum degi í mikilli notkun var ég að kreista allt að 9 tíma úr henni. Með mikilli notkun meina ég með skjábirtu í botni og stanslaust að vinna í: tölvupóst, Snapchat, Twitter, Facebook, Messenger, Instagram og eflaust eitthvað fleira. Hleðslutæki sem fylgir með er með fídus sem heitir “Quick Charge 2.0”  sem er að mínu mati algjör snilld fyrir þá sem treysta mikið á símann en á 49 mínútum tókst mér að fullhlaða batteríið úr 8% sem er magnað á alla mælikvarða.

 

xforce_2

 

Þessi möguleiki í símanum virðist einnig opna fyrir það að fullnýta önnur hleðslutæki, eins og tildæmis bílhleðslutæki, þau reyndar hitna aðeins. Til að byrja með var ég örlítið hræddur við þessa hraðhleðslu því síminn hitnar alveg svakalega, það mikið að mér þótti réttast að mæla hann. En eftir 15 mínútur í hleðslu náði síminn 52°C sem segir mér að ef hann væri 100% vatnsheldur væri hann mjög nýtilegur til að elda eggjahæru þar sem prótein fer að eldast við 48°C en þetta er vitanlega smámunasemi og hægt er að afvirkja þessa hraðhleðslu í stillingum.

Lyklaborðið er orginal borðið með Android 6.0 og var ég ekki lengi að skipta yfir í SwiftKey luklaborðið sem ég er alfarið orðið háður.

 

Hljóð & mynd

Það er ágætist hávaði í símanum ef það er það sem menn eru að leita að, hátalarnir eru stefnuvirkir að notenda og henta því vel í vídeogláp á biðstofu ónefnds tannlæknis á Akyreyri.   Skjárinn er 5.4” AMOLED með 1440 x 2560 (540ppi) upplausn sem kemst vel til skila. Ég nota Plex appið til jafns við Netflix appið og fór síminn létt með að keyra Full HD myndir í gegnum þau.

 

xforce_8

 

Myndavélin er ágæt, ég hef alveg séð betri vél á símtæki en þessi dugar mjög vel við flest tækifæri. Hún er 21MP, f/2.0 með flassi og öllu sem við á að éta. Face Detection, Geo-Tagging og panorama er einnig í boði. Það er góður kostur að hafa flash framan á símanum, þetta gerir sjálfumyndatökur mjög þægilegar í þessum síma. Framvísandi myndavélin er 5MP en tekur þrátt fyrir það ágætar myndir.

Myndavélin tekur video í 2160p@30fps, 1080p@30fps auk þess sem boðið eru uppá HDR upptöku.   Ég prófaði líka að setja upp önnur öpp fyrir myndatökur en orginal vélin virkaði alltaf best.

 

Margmiðlun & leikir

Símanum fylgir eins og öllum Android símum í dag, Google Play sem er einnig tónlistarveita líkt og Spotify. Ég gæti sennilega eytt heilum fótboltaleik við að tuða yfir því hvað mér finnst Google Play vera leiðinlegt en hugsa að ég sleppi því að svo stöddu.   Eins og alltaf sakna ég þess að hafa ekki Snake í símanum. Annars fer síminn létt með flesta þá leiki sem dætur mínar prófuðu í honum. Það eina sem hægt er að setja útá er hversu mikið hann hitnar en það er samt mjög sambærlegt og við aðra síma með sambærilegum vélbúnaði.

xforce_5

 

Hugbúnaður & samvirkni

Síminn kom með Android Lollipop en eftir nokkrar uppfærslur þá ertu kominn með Android 6.0 Marshmallow sem er nýjasta útgáfan af Android. Persónulega fannst mér Lollipop skemmtilegri útgáfa og auðveldari að eiga við. Sem dæmi átti í ég talsverðum vandræðum með að setja minn eigin, persónulega hringitón í símann. Krókaleiðin var helvíti leiðinleg en þegar maður skilur hana þá er þetta kannski mestvegnis í nefinu á mér eins og margt annað.

 

Niðurstaða

Motorola Moto X Force er glimrandi sími sem hentar flestur kröfuhörðum notendum en samkvæmt Nýherja þá er glerið “shatterproof” og er með 4 ára ábyrgð frá Motorola ásamt því að fremst lagið er útskiptanleg filma sem endurnýja má ef hún rispast. Símtækið er létt og meðfærilt auk þess sem myndirnar úr honum eru góðar.

Síminn býr yfir þremur aðal trompum, fyrst er það hraðhleðslan sem er algjör snilld, næst er það tveggja SIM korta möguleikinn en það þriðja er þessi X-Force factor. Símtækið er mjög vel búið ásamt því að vera mjög sterkbyggður…. mögulega fyrsti snjallsíminn sem iðnaðarmaðurinn getur notað skammlaust?

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira