Heim ÝmislegtAndroid Lenovo kynning í Berlin #LenovoLaunch

Lenovo kynning í Berlin #LenovoLaunch

eftir Jón Ólafsson

Þá er #LenovoLaunch lokið en þetta er viðburður sem Lenovo hélt á The Station Berlin sem er einstakur staður á svo marga vegu. Þessi sögufræga bygging er í miðri Berlin en hún var byggð um 1875 og er líklega þekkt fyrir allt annað en tæknisýningar en það eru margir þekktir salir hér eins og t.d. Reebok og Telekom salurinn. Lenovo hélt í gær kynningu þarna en þetta er forsmekkur af því sem koma skal á IFA 2016 sem er ein stærsta notendakynning (consumer) í tölvubransanum og Lappari.com er svo heppinn að eiga fulltrúa í Berlin, ég er þar í boði Lenovo.

Þau atriði sem helst náðu athygli minni voru Moto Mods, Lenovo Yoga Book, Yoga 910 og Miix 510..

Yoga 910 er glæsileg uppfærsla á Yoga 900 vélinni sem kom út fyrir síðustu jól en hún kemur með 7. kynslóð af i7 örgjarfanum, stórglæsilegum 4K eða FHD brúnalausum 13,9″ skjá. Vélin kemur með Windows 10, fingrafaraskanna og er vélin mjög snögg að innskrá sig með Windows Hello. Þessu til viðbótar er hægt að fá vélina með allt að 16GB af vinnsluminni og allt að 1 TB PCIe SSD disk.

 

IMG_0157

 

Lenovo Miix 510 minnir mig aðeins á Surface vélarnar (þó það megi ekki segja það) en hún kemur með 6. kynslóð af i7 örgjafanum, með Windows 10, stuðning fyrir Active Pen stuðning og LTE (4G) möguleika. Má segja að þetta sé venjuleg PC vél í spjaldtölvu-skel, með lyklaborði og öllum þeim portum sem vænta má á venjulegri tölvu.

IMG_0170

 

Yoga book er skemmtileg vél sem kom mér töluvert á óvart, ég var búinn að heyra af henni og lesa um en sá hana ekki fyrir mér. Vélin kemur með Intel Atom x5 (Quad Core 2.4 GHz) örgjörva. Það er ekki létt að útskýra hvað Surface Book er með einföldu móti en þetta er í raun og veru Yoga vél sem er ekki með lyklaborði heldur snertiskjám og annar þeirra virkar sem lyklaborð. Til að flækja þetta aðeins meira þá er hægt að velja um Android og Windows 10 útgáfu af Yogabook…..  einfalt eða hvað?

Hér er ég að prófa vélina rétt aftir að hún var kynnt en pennavirknin er með eindæmum góð..  skrifar á blað með pennanum og það kemur um leið í miklum gæðum á YogaBook vélina….  brilliant græja fyrir skólafólk.

 

 

 

YB1

 

Moto Mods eru viðbætur sem festast á Moto Z með segli en það er hægt að bæta við rafhlöðu sem eykur endingu um allt að 22 klst, JBL hátalara og glæsilegri myndavel með 10x optical aðdrætti en vélin er frá Hasselblad.

 

IMG_0096

 

Við munum prófa þessar vélar betur á næstu dögum og vonandi nægilega vel til að ná að koma umfjöllun í loftið.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira