Ég rakst á skemmtilega færslu á Facebook í gær sem mig langar að deila með ykkur en Kristján Arnarson póstaði þá áhugaverðu myndbandi í hóp Windows notenda. Þar er hann með Microsoft Lumia 950XL símann sinn tengdann við Continuum doccuna og aukaskjá.
Eins og Kristján segir: “Lumia 950xl að keyra tvo 3D leiki samtímis, annar í gegnum continuum á sjónvarpinu og hinn á símanum sjálfum, það sem meira er að þetta höktir ekkert..”
Hvernig sem á það er litið þá er ansi svallt að spila einn leik í fullum gæðum á stóru sjónvarpi og síðan annan leik á símanum sjálfum.
Vitanlega tók Kristján vel í að fá að nota myndbandið en hér er það:
Fyrir þá sem ekki vita þá er hægt að tengja 950 og 950XL símtækinn við þessa doccu og við hana t.d. lyklaborð, mús, skjá og ýmis önnur USB jaðartæki.