Heim Föstudagsviðtalið Ari Eldjárn

Ari Eldjárn

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 120 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er 34 ára gamall uppistandari og fæddur og uppalinn Vesturbæingur. Hef þó í tvígang búið í Englandi eitt ár í senn auk þess sem ég stalst einu sinni til að búa í 105 í nokkra mánuði… Ég bý í Sörlaskjólinu ásamt konu og barni. Við eigum Skóda.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem uppistandari og hef gert það seinustu 7 ár, auk þess að koma stundum fram í leiknum sjónvarpsþáttum.

 

Hvert er draumastarfið?

Allt hér að ofan plús að leikstýra sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna, skutla á leikskóla, sitja á skrifstofunni minni og skrifa og svara tölvupóstum, tala í símann, fara heim, vaska upp, þvo þvott, strauja, sækja á leikskóla, reyna að elda, borða með fjölskyldunni, svæfa, skemmta fólki úti í bæ og horfa svo á sjónvarp. Og ég er meira og minna á netinu allan tímann.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Mið-Ísland er með sýningarröð í Þjóðleikhúskjallaranum sem við ætlum að klára í lok apríl. 52 sýningar að baki og um 20 eftir. Eftir það tek ég smá frí og svo í júlí tek ég 5 vikna allsherjarfrí, helst einhversstaðar langt í burtu.

 

Hver er fyndnasti grínari landsins?

Ég er vanhæfur til að svara þessari spurningu eins og ég vil svara henni.

 

Hvaða hárvörur ertu að vinna með?

D:fi og Head and Shoulders. Vanhelgasta bandalag allra tíma.

 

Hver er sagan á bakvið Mið-Ísland?

Nokkrir vinir ákváðu að halda grínkvöld fyrir 7 árum og hafa ennþá ekki klárað það.

 

Lífsmottó?

„Núna gekk ég of langt. Núna koma mennirnir og ná í mig.“

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég hef aldrei tapað slagsmálum (tæknilega).

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég myndi reisa mér einbýlishús með 40 leigjanlegum hlutum. Skrá það svo á Air BnB og láta útlendinga niðurgreiða mitt líf það sem eftir er. Er það ekki Íslenski draumurinn?

 

Topp 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Björk, Sigur Rós, Bubbi Morthens, Apparat og Sykur.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni? 

Mac Os X

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone sex ess.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Það að hann er stærri en gamli síminn minn.

 

Í hvað notar þú símann mest? 

  1. Skrifa tölvupósta
  2. Taka myndir
  3. Kaupa strætómiða
  4. Leggja bílnum

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 – 12 mánaða raðgreiðslur hjá Tal. Besti sími sem ég hef átt hingað til.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Með Bluetooth tengi við huga manns og möguleikann á að taka upp drauma sem mp4 vídeó.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Youtube, aðallega myndbönd um þrífætur og myndavélabúnað.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Minnkum félagslega og fjárhagslega misskiptingu, byggjum og styrkjum við innviði og förum betur með umhverfið.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira