Eins og margir vita þá höfum við hér á Lappari.com verið kynna okkur háskerpuútsendingar Vodafone og Símans og í hvaða upplausn þessi fyrirtæki skila merkinu til viðskiptavina sinna. Þeir sem ekki þekkja til málsins geta skoðað það hér og hér.
Núna fyrir skemmstu fengum við eftir farandi tilkynningu frá Vodafone:
Hér hjá Vodafone höfum við fylgst vel með umræðunni um mismunandi útsendingarmerki og fögnum henni raunar. Ástæða þess að notast hefur verið við 720p víddina í viðmóti félagsins er meðal annars sú að hún hentar að sumu leyti betur til vissra útsendinga en 1080i, líkt og frá íþróttaviðburðum sem dæmi. Við höfum hins vegar ákveðið að flýta fyrirhugaðri uppfærslu, sem viðskiptavinir munu verða varir við innan skamms. Mun hún meðal annars hafa í för með sér að viðskiptavinir geta valið um 720p eða 1080i – eftir því hvora þeir kjósa heldur.
Síðan má geta þess að prófanir fyrir 4K eru hafnar og við stefnum á að hefja slíkar útsendingar á þessu ári.
Þetta hljóta að teljast gleðifréttir fyrir viðskiptavini Vodafone sem geta með þessari uppfærslu sem von er á í næstu viku valið á milli 720p og 1080i upplausnar. Þetta er með sanni kjörniðurstaða af þessu tuði í okkur og fá Vodafone 5000 rokkstig og tvöfalt XP fyrir þessi viðbrögð.