Heim Ýmislegt Eru snjallúr peningasóun?

Eru snjallúr peningasóun?

eftir Jón Ólafsson

Ég á nokkur snjallúr og hef prófað mun fleiri. Eins mikið og ég elska að prófa tæki almennt og fikta í þeim þá hugsa ég oft með snjallúrin: Til hvers var ég að kaupa þetta, bætir þetta eða einfaldar það lífið mitt virkilega?

Þetta hljómar kannski ekki í karakter hjá mér fyrir þá sem þekkja mig þar sem ég er….. já ég er tækjanörd og fæ mikið útúr því að einhenda mér í prófanir á allskonar tækjum og tólum lesandi leiðbeiningar og spjallborð langt fram á nótt. Sannleikurinn er samt sá að eftir nokkrar vikur þá hætti ég oftast að nota tækin, gleymi að setja þau á mig á morgnana eða einfaldlega sé ekki tilganginn eða virðisaukann í því að bera þau.

Ég fann Moto360 úrið mitt í skúffu í gær, hlóð það, skellti á únliðinn og tengdi við símann. Þessi upplifun breytist samt snögglega frá því að vera spennandi tækjafikt yfir í vonbrigði. Úrið byrjaði strax að hlaða niður nýrri útgáfu af Android wear, þessi uppfærsla klikkaði 2-3 sinnum og úrið varð rafmagnslaust eftir 2-3 klst…. bömmer

Ég póstaði þessari mynd hér að ofan á Facebook og ramblaði í framhaldi af því inn á þessa færslu á blogginu hans Gumma Jóh sem ég hafði gaman af og tengdi vel við en í stuttu máli má sjá að upplifun hans er á sömu nótum og hefur verið hjá mér:

Snjallúr er eitt af þeim tækjum sem að ég hef ekki enn náð fullri sátt við þrátt fyrir að vera svokallaður nörd og hafa prófað flest snjallúr sem til eru og haft snjallúr á úlnliðnum á hverjum degi í mörg ár.

 

Þessi 2-3 klst rafhlöðuending hér að ofan er vitanlega einstakt tilfelli en rafhlöðuending er líklega það sem pirrar mig mest með öll þessi snjalltæki. Það er hægt að sætta sig við að hlaða símtækið daglega en úrið verður að duga lengur. Þetta á sér í lagi við þar sem mörg þessara snjallúra er með fullt af sensorum og t.d. geta fylgst með svefni notenda, hvernig er það hægt ef úrið er í hleðslu á náttborðinu?

Gummi kemur einnig inn á þetta atriði

Það fyrsta sem ég tel upp er eiginlega banabiti snjallúranna eins og staðan er í dag. Það þarf að hlaða þau nær daglega, það síðasta sem að ég geri áður en ég fer að sofa er að skella úrinu mínu í hleðslu. Ef að ég gleymi því get ég bara gleymt því að vera með úrið daginn eftir eða þá þarf að hlaða það í vinnunni.

 

 

Ég lít á snjallúr sem viðbót eða framlengingu á snjallsímanum mínum, viðbótar virkni á únliðnum sem ég get framkvæmt án þess að taka fram símtækið. Mér finnst frábært að sjá hver er að hringja á snjallúrinu, þá get ég ákveðið hvort ég þarf að svara eða ekki án þess að taka fram símtækið. Það sama á við um tölvupóst, frábært að geta eytt pósti eða taka fram símann eða tölvuna ef ég þarf að svara strax.

Annað vill ég eiginlega ekki fá á únliðinn en án þess að stilla úrið þá fá notendur Twitter, Facebook, Snapchat, Calendar o.s.frv. meldingar á úrið. Þetta er bæði pirrandi ásamt því að ganga hratt á rafhlöðuna sem er dýrmæt auðlind á snjallúrum eins og ég hef áður bent á..

Gallinn við þetta er að flestir fatta þetta líklega ekki eða einfaldlega kunna ekki að stilla eins og Gummi bendir á.

Snjallúrin skella svo tilkynningum úr símanum á úlnliðinn sem er oft mjög þægilegt en getur líka bara verið bévítans truflun. Það endaði með því að ég hef stillt úrið til að sýna aðeins tilkynningar frá ákveðnum öppum sem að ég vil fá, annað fer bara í símann. Þægilegt þá já, en ekkert allir notendur og þá ekki þeir sem kallast venjulegir notendur sem nenna að standa í því eða hreinlega hafa kunnáttu til þess.

 

 

Mynd af: iotcentral.io

Mynd af: iotcentral.io

Gummi talar um í bloggi sínu talhlutan, ss þann kost að geta gúggla, tekið tímann eða sett niður áminnningar byggðar á staðsetningu o.s.frv.

Þetta eru hlutur sem ég hef ekki náð að venja mig á og sé ekkert virði í fyrir mig. Mér hefur satt best að segja aldrei liðið jafn plebbalega og þegar ég prófaði að tala í snjallúrið mitt til að gúggla eitthvað. Þarf eitthvað mikið að breyta í virkni eða hugarfari hjá mér til að það breytist.

Þeir sem lesa bloggið hans Gumma og ég vona að sem flest ykkar gerið það, sjá að hann mundi aldrei tala í snjallúrið sitt fyrir framan annað fólk…. Sammála þar og á þeirri skoðun að við séum einfaldlega ekki komin á þann stað í dag. Hvort við verðum það einhvern tíma veit ég ekki.

 

Átt þú snjallúr sem þú notar að staðaldri?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira