Heim Föstudagsviðtalið Eggert Skúlason

Eggert Skúlason

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 118 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég lít á mig sem Skaftfelling. Ég rek ættir mínar til Víkur í Mýrdal og er mjög stoltur af því sveitarfélagi. Þar er gott fólk og dásamlegt að vera. Vildi geta vera oftar og lengur.

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Heyrðu, ég er að ritstýra DV ásamt henni Kollu Bergþórs. Það er risavaxið verkefni og skemmtilegt.

 

Hvert er draumastarfið?

Væri til í að vinna sem rjúpnaskytta.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna iðulega hálf sjö. Skokka annan hvern dag og hef gert síðan í haust. Engum framförum tekið en finn að þetta er gott fyrir mig. Mættur á DV fyrir 9. Svo er harkað þar eins lengi og þarf. Á kvöldin gerir maður svo sem ýmislegt. Forðast sjónvarpið eins og heitan eldinn eftir að Ófærð kláraðist. Unnið eitthvað frameftir – jafnvel spilað eitt Ticket to ride. Fer oftast frekar snemma að sofa.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Það er ýmislegt. Er að aðstoða konuna mína við Trít sem fyrirtæki sem hún er með og er að framleið dýrindis gæsaafurðir. Gæsalifrarmús, Gæsaconfit og svo er það sósan maður, sósan – Trít sósa. Hana þurfa allir að smakka. Sinnepssósa sem fæst í Melabúðinni eða Johansen Delí og Búrinu. Svo er ég að skrifa bók og það er nóg að dunda.

 

Lífsmottó?

Ég hef haft nokkur um dagana. Núna er það að lifa í núinu, ekki í fortíðinni.

 

Sturlið staðreynd um þig sem enginn veit?

Þegar ég var gutti í símavinnu norður á Ströndum setti ég met í að skíta ofan úr hæstu gerð af símastaurum á landinu. Þessi tiltekni staur var á Trékyllisheiði – 14 metra hár.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég mynda kaupa mér jörð með veiðirétti. Svo myndi ég hjálpa nokkrum einstaklingum sem ég veit að gætu þegið aðstoð.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Þetta er ekki mín sterkasta hlið – tónlistin.

 

Eitthvað slúður sem við þurfum að vita af?

Nei – bara góður

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Ég er með Windows 8

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Blackberry

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Gallar: Kemst ekki lengur á netið í honum. Ekkert FB og enginn tölvupóstur.

Kostir: Það sama.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Hringja
  2. SMS
  3. Hringja
  4. SMS
  5. Hringja

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5210

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Nokia 5210

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Góður

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira