Lappari.com hefur nú í dágóða stund verið með Asus ROC GR6 leikjatölvu frá Tölvulistanum í prófunum. Þetta er í stuttu máli öflug leikjatölva sem ætti að ráða ágætlega við flesta leiki.
Augljós kostur fyrir þá sem nenna/geta ekki smíðað sér vélar eins og við gerum hér eða þá sem eru að gefa eða kaupa sér sína fyrstu leikjatölvu. Einnig erum við með þráðlausan stýripinna frá Microsoft sem virkar vel fyrir Xbox 360 og PC en Axel Óli (sonur minn) sér um þann hluta
Hér er myndbandið en tónlistinn undir er: Ivy Lab – Sunday Crunk (Mefjus Remix)
Helstu speccar
- Örgjörvi: Intel Core i5 5200U @2.2GHz (2.7GHZ Turbo Boost)
- Vinnsluminni: 4GB (16GB Max)
- Harðdiskur: 128GB SSD
- Wifi og LAN: já
- Skjákort: Nvidia GTX 960M með 2GB RAM
- Tengi: 4x USB 3, 2x USB 2, HDMI, miniDP o.fl.
- Stýrikerfi: Windows 8.1 en uppfæranlegt í Windows 10 (til 29 júní)