Heim ÝmislegtAndroid Klukk – Tímaskráningarkerfi frá ASÍ

Klukk – Tímaskráningarkerfi frá ASÍ

eftir Haraldur Helgi

Stokkur og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafa sent frá sér glænýtt tímaskráningarforrit fyrir snjallsíma.

Í tilkynningu frá aðildarfélögum ASÍ kemur eftirfarandi fram:

Hvað er Klukk?
Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem ætlað er launafólki. Notandi skráir vinnutímana sína með Klukk og hefur þannig yfirsýn yfir unnar vinnustundir. Í klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir notandann á að klukka sig inn og út. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi. Nánar á www.asi.is

Hvers vegna Klukk?
Hugmyndin varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögunum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með appinu. Inn í Klukk er sérstaklega bent á gildi þess fyrir launafólk að vera í stéttarfélagi.

 

Við fyrstu sýn og prufur virðist þetta ganga nokkuð vel í bæði Android sem og Apple.

Smelltu hér til að sækja forritið fyrir Apple
Smelltu hér til að sækja forritið fyrir Android

 

Hé rmá sjá skjáskot úr Klukk

Klukk1 Klukk2
Klukk4 Klukk5

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira