Heim Föstudagsviðtalið María Hjarðar

María Hjarðar

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 109 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

María Hjarðar heiti ég og hef alla mína tíð búið á Fljótsdalshéraði.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er menntaskólanemi og á að útskrifast með stúdentspróf í vor. Með skólanum starfa ég með fötluðum og er sjálftitlaður aktívisti.

 

Hvert er draumastarfið?

Fréttaþulur og/eða þingmaður. Er samt ekki flokksbundin eins og er. Þarf að troða mér inn einhversstaðar.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Dagurinn minn er yfirleitt vel stappaður. Auk þess að vera í fullu námi er ég einnig formaður Málfundafélags skólans míns og sit þar með í stjórn nemendafélagsins og sé um Gettu Betur og MORFÍs, er formaður femínistafélagsins, ræðumaður í ræðuliði skólans og krefst þetta allt mikillar athygli. Ef ég er ekki að læra er ég yfirleitt á fundum eða að taka aukavaktir í vinnunni. Milli þess er ég mjög virk á samfélagsmiðlum.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er mikið að aktívistast og reyna að vera dugleg í skólanum vegna útskriftarplana minna og sinna félagsstörfum eins og ég get. Er svona að vinna í því að finna út hver ég er og hver markmið mín eru til styttri og lengri tíma.

 

Skilaboð frá þér til okkar?

Þið eruð snillingar.

 

Lífsmottó?

Dagurinn í dag er frábær dagur til að læra að elska sjálfan sig.

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég spilaði Counter Strike grimmt í gamla daga. Gaman að því

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Mennta mig. Og styrkja Stígamót, kynferðisbrotadeild Lögreglunnar og Mæðrastyrksnefnd. Og UN Women.

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins?

Vaginaboys, Shades of Reykjavík og Reykjavíkurdætur eru í miklu uppáhaldi upp á síðkastið.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 8. Treysti ekki 10

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5S

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Hann er rosalega fallegur. En hann er farinn að verða gamall greyjið þannig að hann á það til að fylla sig af einhverju drasli og er orðinn ansi hægur. Hann hefur farið með mér í mörg ævintýri. Þarf að fara að leyfa honum að hvíla sig.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Twitter
  2. Snapchat
  3. Facebook messenger
  4. Tölvupóstinn
  5. Reddit

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Eldrauður Nokia 3310. Mamma gaf mér hann þegar hún keypti sér nýjan. Hann var draumur.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Er með endalaust batterí og skrifar fyndin Tweet fyrir mig – helst orðagrín

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Aldrei gefast upp á sjálfum þér eða því sem þú stendur fyrir. Maður þarf aldrei viðurkenningu frá neinum ef maður er viðurkenndur af sjálfum sér. Og hættið að hata jólin, þau eru gullfalleg hátíð fjölskyldunnar og ljóss og öfganeysluhyggju

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira