Lappari.com fór heimsókn til OK í vikunni og til að kynna sér betur Lumia 950XL sem Microsoft kynntu fyrir mánuði síðan. Lumia 950, 950XL og Lumia 550 koma í sölu í upphafi næsta mánaðar en við höfum eins og margir kynnt okkur símtækið á netinu en vildum sjá hvernig hann virkar sjálfir.
Opin Kerfi sem eru umboðsaðilar fyrir Lumia símtækin á Íslandi eru komnir með prufueintak (prototype) sem virkar ágætlega. Það ber þó að setja þann fyrirvara við að þetta prototype er um 2 mánaða og gera má ráð fyrir því að þetta sé alls ekki lokaútgáfan af símtækinu.
Við settum því niður með Steina Thorst sem sýndi okkur helstu kosti símtækisins en þar sjáum við meðal annars Continuum í notkun sem og fáum upplýsingar um vélbúnað, myndavél og annað.
Það er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir þessu símtæki enda gríðarlega vel búið vélbúnaðarlega, kostir Continuum eru einnig nokkuð augljósir.
Hér má sjá nokkrar myndir sem við tókum af tækinu
Tónlistin sem heyrist í upphafi myndbands er frá Disclosure en það er lagið Omen með aðstoð frá Sam Smith