Heim ÝmislegtApple Á ég að fá mér iPad Pro eða Surface Pro 4?

Á ég að fá mér iPad Pro eða Surface Pro 4?

eftir Jón Ólafsson

Sala á Apple iPad Pro hefst í dag og ákvað ég því að renna yfir tæknibloggin sem ég fylgist reglulega með til að skoða viðbrögðin og hvort vélin freisti mín eitthvað. Í mjög stuttu máli þá er augljóst að vélin fær misjafnar móttökur, allt frá því að vera “Fyrsta spjaldið sem skiptir máli” yfir í “Thin, Light, Pointless“.

 

Eftir lesturinn situr eftir spurningin: Fyrir hvern er þessi vél?

 

Ég skaut niður á lista, hluti sem ég hef vanist í þeim spjaldtölvum sem ég nota að staðaldri til að móta mér skoðun á því sem ég þarf, hvað er gott að hafa og hvað er óþarfi fyrir mig. Ég rakst á sambærilegan samanburð á Twitter sem ég vann útfrá en vitanlega þarf ég ekki allt sem er skráð og sannarlega þessi listi breytilegur milli notenda.

Útgangspunkturinn er samt, er iPad Pro sé mögulega vél sem hentar mínum þörfum betur en Surface Pro 4 sem Microsoft kynnti fyrir skemmstu en þá vél hef ég verið að skoða með kaup í huga.

 

iPad Pro Surface Pro 4
Venjulegt stýrikerfi með aðgegni að skráarkerfi Nei
Stuðningur fyrir marga notendur Nei
Sama upplifun og á tölvu Nei
Keyrir forrit í glugga Nei
Keyrir mörg forrit samtíma (multitasking) 2
Leysir af borðtölvuna Nei
Leysir af Fartölvuna Nei
Leysir af Spjaldtölvuna
Hraðari örgjörvi Nei
Innbyggður borðstandur Nei
Breytanlegur borðstandur Nei
Hægt að vinna með í fanginu Nei
USB port Nei
Stuðningur fyrir doccu Nei
Stuðningur fyrir Mmús Nei
Snertipenni fylgir með Nei ($99)
Rafhlöðuending penna 12 klst 1 ár
Útskiptanlegir pennaendar Nei 5
Lyklaborð $169 $123 
Snertimús Nei
Pixlar á tommu (ppi) 264 267
Stæðsti mögulegi harðdiskur 128 GB 1 TB
microSD lesari Nei
Mesta mögulega vinnsluminnið 4 GB 16 GB
Mini Display Port tengi Nei
Andlitsauðkenning til aflæsingar Nei
Myndavél/Sjálfumyndavél 8/1.2 MP 8/5 MP
Þarft borð- eða fartölvu til að gera allt Nei
Lægsta verð með lyklaborð og penna $1067 $1029
Geymslupláss í þeirri vél 32 GB 128 GB

 

 

Ætlar þú að fá þér iPad Pro og ef svo er, hvað notarðu hana í og hvaða tæki leysir hún af hólmi?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira