Heim ÝmislegtAndroid Gögnin þín á netþjónum Google

Gögnin þín á netþjónum Google

eftir Jón Ólafsson

Ég rakst á áhugaverðan pistill á The Hacker News þar sem fjallað var um hvernig Google vistar allar hljóðleitir (Ok Google) sem notendur framkvæma, á netþjónum sínum. Ég fór í framhaldi af þessum lestri að skoða leitarsögu mína sem vistuð er hjá Google og satt best að segja brá mér þegar ég sá gögnin mín þar.

Ég nota reglulega Android síma sem ég á og þá sem ég prófa hér á Lappari.com, er með Android snjallúr og sjónvarpið mitt keyrir á Android TV ásamt því að ég á eina Android spjaldtölvu sem ég nota reglulega.

Ég tel mig vera upplýstann netverja og hef reglulega loggað mig inn á netveitur sem þjónusta mig til að eyða leitarsögu minni og öðrum gögnum en þrátt fyrir það þá á ég samt mikið af gögnum hjá auglýsinga- og leitarrisanum Google sem spann.

Google og flest önnur fyrirtæki í þessum geira taka þetta fram í notendaskilmálum en Google notendur verða t.d. að samþyggja TOS þegar Android tæki eru notuð eða þegar þeir skrá sig inn í hinar ýmsu Google vefþjónustur.

 

Hér er tveggja ára gömul grein sem fjallar um þetta

 

Ég skráði mig inn í Google notenda minn í Chrome vafra og opnaði síðan þessa síðu: https://history.google.com/history/  en þar fékk ég yfirlit yfir

  • Android tæki sem ég er að nota og hef notað í gegnum tíðina
  • Vef- og forritavirkni
  • Radd- og hljóðvirkni  (Ok, Google)
  • Staðsetningarferill
  • Áhorfsferill YouTube
  • Leitarferla á Youtube

Vitanlega sjá notendur líklega misjafnlega mikið þarna inni en það fer eftir persónuverndarstillingum viðkomandi

 

googleleit

 

Það er að vísu mjög áhugavert að skoða leitarsöguna mörg ár aftur í tímann en að sama skapi fannst mér frekar óhugnarlegt að hlusta á raddskilaboð sem ég hef sent á sjónvarpið mitt, leitarsögu úr öllum tækjum sem og GPS staðsetningarferill í gegnum tíðina.

Google er vitanlega fyrst og fremst auglýsingarisi sem fær meginhluta tekna sinn af auglýsingasölu, fyrirtækið flokkar notendur í markhópa sem þeir selja síðan aðgang að til þriðja aðila.

 

Notendur bera ábyrgðina á þessu sjálfir  (opt-out).

 

Þessar pælingar mínar skildu samt eftir smá óbragð í munninum en vitandi að við búum í “Opt Out” heimi þá kemur þetta svo sem ekki mikið á óvart. Það er varla hægt að panta pizzu eða annan varning á netinu í dag án þess að þurfa að taka haka hakið úr “fá fréttabréf” eða öðrum samskonar glaðning.

Þessi þróunn byrjaði fyrir löngu síðan og mun líklega ekki dragast saman. Það eru fullt af fólki og fyrirtækjum sem borga fyrir þessar upplýsingar og á meðan sú er raunin þá munum við sjá svona upplýsingaöflun.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira