2.8K
Við hér hjá Lappari.com höfum verið með Xcover3 frá emobi.is í prófunum síðan í….. man það ekki alveg en það er allavega kominn tími á afpökkun og síðan umfjöllun um símtækið.
Það má með sanni segja að Xcover 3 sé nýjasta hörkutólið frá Samsung en helstu kostir eru:
- IP67 (vatns-rykheldur)
- MIL-810G vottun, en hann þolir að detta úr 1,2 m hæð auk þess að virka í allt að 25 frosti eða 55 gráðu hita, þolir mikin hristing, mikin raka.
- Aðeins 9,5mm á þykkt
- 4G símtæki
- 4,5″ fjölsnertiskjár (480*800 -207ppi)
- 1,2 GHz Quad Core Cortex A23 örgjörvi
- 5MP HD myndavél (2560*1920) með sjálfvirkum focus, LED ljósi og hægt að taka upp HD myndbönd og taka ljósmynd á sama tíma
- Auka 2MP myndavél fyrir mynd/Skype símtöl
- 8GB geymslurými og styður microSD kort (allt að 128GB)
- 1,5GB vinnsluminn
- Bluetooth 4,0 – Wifi b/g/n – 2200 mAh rafhlaða
Um tónlistina sér Sverrir Bergmann en hér flytur hann lagið: Ég gefst ekki upp