Í morgun beið mín pakki með Fedex límmiða en innihaldið gladdi mig mikið en þetta er Lenovo ThinkPad Stack sem ég er búinn að bíða lengi eftir.
disclaimer:
Höfundur er meðlimur í Lenovo Insider og fær reglulega glaðning beint frá Lenovo til að leika sér að. Þessi félagsskapur er algerlega ótengdur Nýherja á Íslandi og án alla kvaða varðandi skrif, ss allt sem hann skrifar um þessar sendingar eru hans skoðanir byggðar á prófunum og reynslu.
ThinkPad Stack er græja sem ég hef lengi leitað en en þetta er mobile router, harðdiskur, hátalari og hleðslurafhlaða. Má segja að þetta sé draumapakki þess sem ferðast mikið eða er á miklu flakki vinnu sinnar vegna.
Tónlistin er íslensk eins og oft áður en nú er það Páll Óskar með nýtt lag sem heitir: Líttu upp í ljós
Helstu speccar.
- Rafhlaða: hún er 10.000MAh og hægt að nota til að keyra Stack stæðuna eða bara til að hlaða farsímann t.d.
- Hátalari: hann er hægt að tengja við tölvu, tablet eða síma með snúru eða Bluetooth 4.0. Hátalari er með 8 tíma rafhlöðuendingu en endingin eykst í 48 klst ef hátalari er stack´aður á rafhlöðuna
- WiFi router: Hann er t.d. hægt að tengja með Lan snúru við net og búa þannig til sitt lokaðað einkanet eða bara til að búa til lokað þráðlaust net fyrir vinnuhóp
- Harðdiskur: Diskurinn er 1TB og hægt að tengja með USB 3 snúru við tölvu eða bara tengjast honum yfir WiFI þegar routerinn er tengdur.