Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 93 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..
Hver ert þú og hvaðan ertu?
Kristján Atli Baldursson Dýrfjörð heiti ég er og er uppalinn Akureyringur. Sonur Ástu Hrönn og Baldurs Dýrfjörð.
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Starfa sem verslunarstjóri í Eldhaf á Akureyri og hef verið sýningarstjóri um helgar í bíóinu hjá honum Jóa í Borgarbíó, ég læt af störfum næstu mánaðarmót sem sýnigarstjóri því miður þar sem ég á eftir að sakna Jóa. Smíða og hanna heimasíður í frítíma og notast við WP þar sem þægindin eru í fyrir rúmi.
Síðasta sumar stofnaði ég og kærasta mín námskeið fyrir börn þar sem ferðast var um Akureyri, fyrirtæki og stofnanir voru heimsótt og voru börnin með myndavélar meðerðis og fengu þau fræðslu á hverjum stað fyrir sig og mætti segja að heimsóknirnar til slökkviliðsins, Norðurorku, björgunarsveitarinar og hitta bæjarstjóran hafi staðið mest upp úr hjá krökkunum. En ætli ég sjálfur hafi ekki haft mest gaman að heimsækja póstinn og sjá hvernig þeirra ferli fór fram. Vill þakka öllum þeim sem við heimsóttum fyrir móttökurnar og líka MS fyrir að styrkja námskeiðið. Því miður endurtökum við ekki leikinn þetta sumar þar sem við erum bæði fast ráðinn í önnur störf. Það hefði verið óskandi að láta Akureyrarbæ taka við keflinu þar sem námskeiðið var allt öðruvísi en þessi hefðbundnu hjá Þór og KA, þó þau séu frábær útaf fyrir sig.
Þar á undan starfaði ég sem veitingarstjóri á Strikinu hjá Hebu, Róbert og Sigga en ég skulda mikið þar inni hvað varðar lærdóm á lífið þar sem ég vann þar í 7 ár og var fyrst sem nemi og vann mig upp. Þau öll þrjú eru frábær og eru staðirnir líka frábærir sem þau eiga, Bryggjan og Strikið. Hef unnið við húsasmíði með Afa og aðstoðaði ég hann við smíðinn á viðbót við fiskverkun á iðnaðarbili og unnum við tveir í þessu mest allan tíman. Það er nóg af taka og því læt ég þetta duga í bili.
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
Vakna seint eða rétt yfir 9, dröslast fram úr og í sturtu, hendi 1 kaffi í grímuna og reyni að drífa mig út þó ég sé varla vaknaður, ég reyni að setja húsfreyjuna á stað á morgnana í eitthvert herbergið en húsfreyjan er duglegt tæki sem heitir Roomba og sér um að ryksuga heima, en þar sem greyið kann ekki að fara upp tröppur þá þarf að flytja hana á milli staða. ég held að greyið sé bakveikt.
Hver er uppskriftin að hinum fullkomna degi?
Vakna og kyssa frúnna bless áður en hún fer að vinna á tannlæknastofunni og sofna aftur áður en ég þarf að vakna. Kíkja við á Kaffi torg og fá sér kaffi og rúmstykki með osti og skinku spjalla aðeins við Gumma þegar ég mæti svo skoða póstinn og skoða verkefni dagsins, rétt renna yfir búðina og sjá hvort þurfi að panta eitthvað nauðsynlega og sinna lmp
Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?
Sinna starfi mínu sem verslunarstjóri, er að klára síðustu vaktirnar sem sýningarstjóri. Er ný lokin við að setja heimasíðuna hjá Grænahattinum í loftið. Þá taka næstu verkefni við í vefsíðugerðinni en þar eru nokkur verkefni sem bíða.
Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?
Sel tölvur og nota þær til flestra verka í leik og starfi.
Einhverjar nýjungum í IT (eða einhverju öðru) sem lesendur ættu að fylgjast með í náinni framtíð?
Kick starter er virkilega skemmtileg síða til að fylgjast með, en þar óskar fólk eftir fjármagni til að framkvæma sýnar hugmyndir.
Lífsmottó?
Ha kuna matata.
Sturlið staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?
Úff, ætli þær séu ekki margar.
Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?
Ívan mendez minn kæri vinur er sjálfsögðu á þeim lista en hann kallar sig Gringlombian, Hvanndals, Rúnar EFF í miklu uppáhaldi, svo mætti segja að Magni væri orðinn Akureyringur þó hann sé fæddur á Húsavík, Stony að gera góða hluti líka og þar sem hann var stærsti hluti af Pepsi auglýsingunni með stærstu fótboltastjörnum heims.
Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?
OSx & Windows, linux á raspinum.
Hvernig síma ertu með í dag?
iPhone 6+ 64GB frá Eldhafi
Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?
Helstu kostir eru rafhlöðu ending og myndavélinn meðan við aðrar tegundir sömu stærðar. Stærsti gallinn er líklegast hræðslan við að brjótan.
Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)
Tölvupóst, Hringja, facebook, Facebook page manager, Mailchimp, Wordpress
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Sony Ericson T200 minnir mig
Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja? (eða draumasími framtíðarinnar)
Sameina flagskip allra framleiðanda með kostum og göllum.
Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?
LAPPARINN, en annars les ég greinar um víðan völl of margar til að telja hér upp
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Ég vill fá þessa fyrirhuguðu 23 miljjarða sem á að fara í að breyta eða færa flugvöllinn í Vatnsmýrinni og setja í Flugvöllinn á Akureyri og Egilstöðum, vill líka fá peningana til baka sem fóru í að greiða niður húsnæðislán hjá fólki og setja í að greiða hærri laun og heilbrigðis starfsfólki og kennurum.