Heim MicrosoftWindows 10 Verðið á Windows 10 staðfest af Microsoft

Verðið á Windows 10 staðfest af Microsoft

eftir Jón Ólafsson

Eins og við höfum áður sagt þá mun Windows 10 (RTM) koma út 29 júlí næstkomand. Þeir sem eru skráðir sem Insiders hjá Microsoft hafa getað fylgast með þróunn Windows 10 og séð hvernig stýrikerfið hefur tekið stakkaskiptum síðustu mánuði, í dag er stýrikerfið orðið nokkuð stapílt og virðist vera að nálgast lokaútgáfu.

Microsoft hefur áður sagt að Windows 10 verði ókeypis uppfærsla fyrir þá sem eiga Windows 7 og Windows 8.1 tölvur en aðrir geta vitanlega keypt sér leyfislykil.

Það eru nefnilega ekki allir notendur með Windows leyfin sín á hreinu (Genuine meldingar) og þessir aðilar þurfa því líklega að kaupa sér Windows 10 leyfi. Góðu fréttirnar eru þeir sem eiga/kaupa Windows 10 leyfi geta treyst því að vera alltaf með nýjustu útgáfuna af Windows út líftíma tölvunar (tækisins)

There ain´t no such thing as a free launch

Í byrjun mánaðins sagði tæknirisinn í svari til CNET að Windows 10 muni kosta sama og fyrri útgáfur. Þetta þýðir að Windows 10 Home mun kosta $119 og Windows 10 Pro mun kosta $199. Síðan verður hægt að kaupa uppfærslu frá Windows 10 Home í Pro fyrir $99.

 

Sjá svar Microsoft til Neowin sem styður þessar upplýsingar

The easiest way to get Windows 10 is to upgrade for free. You may also purchase a copy of Windows 10 if you decide not to upgrade, or if you need to purchase a copy for other reasons like installing on a PC you built yourself. The suggested retail prices for Windows 10 in the U.S. are the same as Windows 8.1.

Windows 10 Home is an estimated retail price of $119. Windows 10 Pro is an estimated retail price of $199. And Windows 10 Pro Pack, which enables you to upgrade from Windows 10 Home to Windows 10 Pro, is an estimated retail price of $99. All these are available in stores or online.

 

Einstaklingar koma til með að nota Windows 10 Home á vélunum sínum en einyrkjar og minni fyrirtæki munu mögulega freistast til að fá sér Pro leyfi þar sem skýjatengingar í Windows 10 Pro mun nýtast þeim vel. Stærri fyrirtæki með AD innviði þurfa Pro eða Enterprise leyfi en svona verða uppfærslur frá Windows 7/8.1 yfir í Windows 10

Núverandi útgáfa: Uppfæra í:
Einstaklingar Windows 8/8.1 Windows 10 Home
Windows 7 Home Basic, Home Premium
Fyrirtæki Windows 8/8.1 Pro Windows 10 Pro
Windows 7 Pro, Ultimate

Þannig að fyrirtæki sem fá ókeypis uppfærslu í Windows 10 Home geta keypt sér viðbótar uppfærslu úr Home í Pro eins og fyrr segir.

Það er því ástæða til að kvetja alla til að nýta sér ókeypis uppfærslur sem bjóðast í Windows 10 fyrsta árið því stýrikerfið mun ekki verð ókeypis endalaust.

 

Heimild: NeoWin, PCWorld, ZDNet

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira