2.2K
Í dag átti sér stað sá merkisviðburður að QuizUp er komið út fyrir Windows Phone. Sem fyrr þá er það íslenzka sprotafyrirtækið Plain Vanilla Games sem stendur fyrir útgáfunni en fyrir þá eru iOS og Android-útgáfur á markaðnum af QuizUp.
Í þessum töluðum orðum eru um 33 milljónir skráðir notendur á QuizUp víðsvegar um heim en eins og flestir snjallsímafærir vita þá er QuizUp spurningaleikur þar sem hægt er að keppa við aðra notendur um allan heim í margskonar spurningaflokkum.
Fyrir þá sem vilja nálgast QuizUp fyrir Windows Phone sem og fyrir iOS og Android þá er hægt að smella hér.