Heim Microsoft Nokia Moonraker – snjallúrið sem aldrei varð

Nokia Moonraker – snjallúrið sem aldrei varð

eftir Magnús Viðar Skúlason

Þrálátur orðrómur var á kreiki í aðdraganda þess þegar Microsoft keypti farsímaframleiðslu Nokia að Nokia hafi verið í einhvern tíma að vinna að snjallúri. Nú hafa upplýsingar lekið út á Netið sem staðfesta að Nokia var komið vel á veg með sitt eigið snjallúr.

Hinsvegar þá virðist sem að Microsoft hafi, um stundarsakir, sett úrið, sem hafði vinnuheitið Moonraker, til hliðar en á þeim tíma var Microsoft einmitt komið langt á veg með þróun sína og hönnun á Microsoft Band sem slegið hefur rækilega í gegn frá því það kom fyrst í sölu fyrir síðustu jól.

Moonraker frá Nokia er meira í átt við það sem hefðbundin snjallúr líta út í dag og var úrið hannað með tilliti til Metro-valmyndarinnar sem er í Windows Phone-stýrikerfinu. Hönnun á úrinu var komin það langt að Nokia vildi kynna snjallúrið á sama tíma og Nokia Lumia 930 var kynntur í fyrra. Meira að segja var völdum viðskiptavinum Nokia leyft að skoða úrið á MWC 2014 en á endanum tók Microsoft fyrir frekari vinnu í kringum þetta snjallúr.

Ljóst er að Microsoft mun senda frá sér nýja útgáfu af Microsoft Band seinna á þessu ári og hafa jafnvel menn getið sér þess til að Moonraker-hönnunin muni að einhverju leyti skila sér í þeirri útgáfu. Því verður fróðlegt að sjá hvort það verði raunin en það væri sannarlega öflug viðbót við það vöruframboð sem líklegt er að Microsoft kynni í kjölfar þess að Windows 10 fer í loftið.

Heimild: The Verge

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira