Það er smá Android stemming yfir Lappar.com þessa dagana en til viðbótar við Nexus 6 sem nú er prófunum þá bættist nú við Moto 360 snjallúr. Eins með Nexus símtækið þá er þetta ekki það nýjast á markaðnum en úrið hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og því orðið ansi freystandi að skella sér á það núna.
Úrið er framleitt af Motorola og hannað á þeim tíma þegar Google átti fyrirtækið.
En nóg af þessu rugli, vindum okkur í afpökkunina og að þessu sinni eru það vinir mínir í Hjálmum með lag sitt Lof sem hljómar undir.