Heim MicrosoftWindows 10 Windows 10 útgáfur

Windows 10 útgáfur

eftir Jón Ólafsson

Það hefur verið töluverð eftirvænting varðandi mismunandi og Windows 10 þar sem þessi útgáfa er töluvert frábrugðin fyrri útgáfum. Microsoft tók af mesta vafan nú í dag þegar tæknirisinn kynnti hvernig þessum málum yrði háttað en í stuttu máli er þetta óbreytt en þó með nokkum viðbótum og athyglisverðum áherslubreytingum.

 

Windows kemur eins og við höfum áður sagt til með að verða til fyrir flest öll tæki eða til dæmis tölvur, símtæki, HoloLens, Xbox, spjaldtölvur, Surface Hub og hin ýmsu IoT tæki.

We designed Windows 10 to deliver a more personal computing experience across a range of devices. An experience optimized for each device type, but familiar to all. Windows 10 will power an incredibly broad range of devices – everything from PCs, tablets, phones, Xbox One, Microsoft HoloLens and Surface Hub. It will also power the world around us, core to devices making up the Internet of Things, everything from elevators to ATMs to heart rate monitors to wearables. No matter which Windows 10 device our customers use, the experience will feel comfortable, and there will be a single, universal Windows Store where they can find, try and buy Universal Windows apps.

 

 

Windows 10 útgáfur munu skiptast eftirfarandi:

– Windows 10 Home er desktop útgáfa sem er miðuð að heimilum og einstaklingum og kemur til með að virka svipað á PC tölvum, spjaldtölvum og 2-in-1 vélum.

– Windows 10 Pro er desktop útgáfa sem byggir á Home útgáfu en bætir við kostum fyrir minni fyrirtæki en Pro kemur til með að virka á PC tölvum, spjaldtölvum og 2-in1 vélum. Kostir eru til dæmis Windows Update for Business (WSUS) og domain login sem eru nauðsynleg fyrir fyrirtæki.

– Windows 10 Enterprise er byggt á Pro útgáfu en hugsað fyrir miðlungs til stórra fyrirtækja (á US standard)

– Windows 10 Education er byggð á Enterprise útgáfunni og eins og nafnið gefur til kynna hugsað fyrir skólastofnanir og eru leyfi seld í gegnum Academic VL.

– Windows 10 Mobile er hannað til að bjóða notendum uppá sem bestu upplifun á tæki með smærri skjá en þarna er átt við snjallsíma eða spjaldtölvur so eitthvað sé nefnt. Windows 10 Mobile mun nota sömu Universal Windows forrit og Windows Home gerir ásamt því að vera með snertivæna útgáfu af Office. Sum tæki koma til með að geta notað Continuum en með því er hægt að tengja símtæki við skjá, lyklaborð og mús og nota símann þannig sem vinnustöð í létta vinnu.

– Windows 10 IoT Core en þessi útgáfa er hugsuð fyrir minni tæki eins og t.d. Raspberry Pi 2

 

Til að einfalda þetta þá koma einstaklingar, heimili, einyrkjar og minni fyrirtæki til með að nota Home útgáfuna en stærri fyrirtæki eða þeir sem þurfa domain login nota Pro eða EnterPrise

 

Microsoft staðfestir einnig endanlega að Windows 10 verður ókeypis uppfærsla fyrir þá sem eiga Windows 7, Windos 8.1 tölvur og símtæki en uppfærsla í Windows 10 þarf að gerast innan árs frá því að Windows 10 kemur á markað (RTM). Þetta er hugsuð sem ókeypis stýrikerfi með öllum öryggisuppfærslum út studdann líftíma tækisins, þetta er tekið af Windows.com

Great news! We will offer a free upgrade to Windows 10 for qualified new or existing Windows 7, Windows 8.1 and Windows Phone 8.1 devices that upgrade in the first year!  And even better: once a qualified Windows device is upgraded to Windows 10, we will continue to keep it up to date for the supported lifetime of the device, keeping it more secure, and introducing new features and functionality over time – for no additional charge. Sign up with your email today, and we will send you more information about Windows 10 and the upgrade offer in the coming months.

 

Síðan er spurning hvernig fer með Windows RT en sögusagnir eru um að það muni ekki fá uppfærslu í Windows 10 Mobile nema að einhverju leiti en það verður að koma í ljós.

 

Ertu búinn að setja Windows 10 Tech Preview upp til að prófa?

 

Heimild: Microsoft

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira